Category: Umfjöllun
-
Auðuga dvergljónið í austri
Velgengnissaga Singapúr er nánast ævintýri líkast. Frá því að vera frumstæður útkjálki suður af Malajaskaga á nítjándu öld er Singapúr nú eitt efnaðasta og nútímalegasta samfélag í heimi. Geir Sigurðsson hefur dvalið í Singapúr og fjallar um borgríkið í pistli og spyr hvað Íslendingar gætu lært af sögu þess.
-
Síðasti bærinn í dalnum og Lincoln Center í New York
Stærstu yfirlitssýningu á íslenskum kvikmyndum sem haldin hefur verið lauk nýverið í Lincoln Center, helstu menningarmiðstöð New York búa. Björn Norðfjörð tók þátt í pallborðsumræðum í Lincoln Center og ritaði pistil um hátíðina.
-
Bókmenntir Rómönsku Ameríku
Málþing um bókmenntir frá Rómönsku Ameríku var nýverið haldið við Háskóla Íslands. Þingið bar titilinn: Töfraraunsæið í Rómönsku Ameríku: Klassík eða klisja? Erindin voru hljóðrituð og nú er hægt að hlusta á kafla úr þeim á heimasíðu Rásar 1.
-
Ritið 1:2012. Þema: Menningarsaga
Fyrsta hefti Ritsins 2012 er komið út. Í þemagreinum fjalla Ann-Sofie Nielsen Gremaud um þjóðernispólitk bókasýningarinnar í Frankfurt, Ólafur Rastrik um eyður í íslensku menningarsögunni og Þröstur Helgason um módernismann.
-
Home thoughts from abroad (Nú andar suðrið)
I name no names. But how sad it seems, in this burgeoning Irish spring, that the linguists of today, those who deal at depth with the apparent structure
-
Samstaða um framtíð
,,Við erum 320.000 manns, nánast eins og hliðargata í Beijing! Við erum svo fá að við ættum nánast að geta starfað eins og einhvers konar útvíkkuð hverfissamtök.” Svo ritar Geir Sigurðsson í pistli um samfélagsástandið fjórum árum eftir hrunið.
-
Flopp í Bessastaðaleikhúsinu
Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir fjallar um nýjasta verkið á leiksviði þjóðmálanna: ,,Ólafur Ragnar á örugglega til handrit að fleiri slíkum leikþáttum en ég bið hann lengstra orða að hætta núna. Þetta kléna leikrit fær núll stjörnur.”
-
Stöngin út?
Það er gagnrýnivert að mati Árna Georgssonar hversu gagnrýnislaus fjárútlát til kynningarmála ferðaþjónustunnar hafa verið: ,,Orðræða hagsmunaaðila sem gengur út á að réttlæta fjáraustur með ómarktækum gögnum er vafasöm og jaðrar við fölsun.”
-
Hallgrímur og Gyðingarnir
Passíusálmarnir voru að venju lesnir á nýafstaðinni föstu. Þetta var í 69. sinn. Sigurbjörn Einarsson reið á vaðið
-
Umsóknarfrestur um framhaldsnám í hugvísindum
Í hugvísindum rétt eins og á öðrum fræðasviðum færist jafnt og þétt í vöxt að háskólanemar stefni að meistaragráðu. Umsóknarfrestur um meistaranám er til 15. apríl.
-
Varúð! Pólitísk rétthugsun
Varast þarf að gjaldfella alla gagnrýni með því að kenna hana við pólitíska rétthugsun að mati Páls Guðmundssonar. Hann fjallar um viðbrögð við orðum tískuhönnuðarins Karls Lagerfelds um söngkonuna Adele og segir meðal annars: ,,En nú segir Lagerfeld bara það sem satt er, á að fordæma manninn fyrir það?”
-
Feministar eiga að berjast fyrir foreldrajafnrétti
Þorbjörg Gísladóttir segist vera feministi og berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Hún hvetur aðra feminista til að berjast fyrir foreldrajafnrétti og réttindum feðra ekki síður en mæðra í skilnaðarmálum. Pistillinn er skrifaður í námskeiði í menningarfræði.