About the Author
Hjalti Hugason

Hjalti Hugason

Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum íslenskrar kirkjusögu og kirkjuréttar en auk þess ritað um trú, samfélag og menningu á ýmsum vettvangi. Sjá nánar

Í barnsminni

Hjalti Hugason prófessor fjallar um bók Kristmundar Bjarnasonar, Í barnsminni: Minningaslitur frá bernskuárum.

Um sársauka

Hjalti Hugason prófessor fjallar um bókina Ritgerð mín um sársaukann eftir Eirík Guðmundsson.

Endurunnin ljóð

Hjalti Hugason fjallar um ljóð Hjartar Pálssonar og hvort guðfræðinám og prestsvígsla skáldsins hafi haft áhrif á þau.

Í fjarlægð

Hjalti Hugason prófessor fjallar um tvær bækur Brynjars Karls Óttarssonar um Kristneshæli.

Sagan sem aldrei átti segja

Hjalti Hugason prófessor fjallar um ritgerðasafnið Margar myndir ömmu sem kom út árið 2016. Hjalti segir kaldhæðsnislegt að þögn hafi ríkt um bókina þar sem hún ljái einmitt þögguðum hópi rödd.

Er enn hægt að tala um Guð?

Í nýjustu bók sinni, Den sista grisen, skrifar Horace Engdahl rithöfundur, bókmenntafræðingur, gagnrýnandi og til skamms tíma ritari sænsku akademíunnar: Fyrr á tíð var mögulegt að vísa til æðri dómstóls hvernig sem hann nú var skipaður. Fólk trúði á Guð, á andaheim, á forferðurna sem horfðu niður til okkar og mátu verk okkar. Ef einhver glímdi við samviskuna taldi hann sig heyra raddir af himni sem ásökuðu hann eða hughreystu, raddir sem hann gat einnig spurt í von um svar eða að minnsta kosti merkingarþrungna þögn sem lesa mátti í. Enginn þurfti að sætta sig við álit mannanna einna. En …

Sóley sólufegri

Jóhannes úr Kötlum. Myndin er fengin af vef Alþingis. Jóhannes úr Kötlum. Myndin er fengin af vef Alþingis. Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum kom fyrst út á bók 1952. Sama ár og ég fæddist. Líklega hefur meðgöngutíminn þó verið nokkuð lengri eða rúmt ár. Kvæðið var ort inn í kviku íslenskra stjórnmála á þessum tíma. Bakgrunnurinn er innganga Íslands í NATO 1949, herstöðvarsamningurinn og og koma ameríska  herliðsins 1951. Kvæðið var því liður í menningarlegu og pólitísku andófi íslenkra skálda og fjölmargra annarra sem staðið hafði mikinn hluta fimmta áratugarins og Jóhannes hafði vissulega tekið þátt í fyrir daga kvæðisins um …