Ný íslensk-frönsk veforðabók

Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók var nýverið opnuð á slóðinni lexia.hi.is. Hugvarp spjallaði við þær Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Rósu Elínu Davíðsdóttur, orðabókafræðing við stofnunina og ritstjóra franska hluta orðabókarinnar.

Lærdómsritin: Pyrrhos og Kíneas

Jón Ólafsson ræðir við Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur um þýðingu hennar á ritinu Pyrrhos og Kíneas (Pyrrhus et Cinéas) eftir franska rithöfundinn og heimspekinginn Simone de Beauvoir.

Farið yfir mörk

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, fjallar um það sem kallað hefur verið önnur bylgja #MeToo á Íslandi.

Lærdómsritin: Endurtekningin

Jón Ólafsson ræðir við Sigríði Þorgeirsdóttur og Guðmund Björn Þorbjörnsson um Lærdómsritið Endurtekninguna eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard.

Andlit á glugga

Andlit á glugga er safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra með nútímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum.

Þýðendaævir: Oddný Guðmundsdóttir

Sjötti og síðasti þáttur Þýðendaæva er um Oddnýju Guðmundsdóttur, farkennara og þýðanda. Anna Dóra Antonsdóttir fer yfir sérstæða ævi þessarar konu sem ferðaðist um landið og kenndi börnum.