Björn Þór Vilhjálmsson ræðir við Jónu Grétu Hilmarsdóttur, kvikmyndafræðinema, um rannsókn sem hún vann síðastliðið sumar um viðtökur íslenskra kvenleikstjóra.
Heimspekilegar áskoranir Covid-19
Í hugvarpi var rætt við höfunda skýrslu um heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum.
Ný íslensk-frönsk veforðabók
Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók var nýverið opnuð á slóðinni lexia.hi.is. Hugvarp spjallaði við þær Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Rósu Elínu Davíðsdóttur, orðabókafræðing við stofnunina og ritstjóra franska hluta orðabókarinnar.
Lærdómsritin: Pyrrhos og Kíneas
Jón Ólafsson ræðir við Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur um þýðingu hennar á ritinu Pyrrhos og Kíneas (Pyrrhus et Cinéas) eftir franska rithöfundinn og heimspekinginn Simone de Beauvoir.
Hlaðvarp Engra stjarna #15 – Bestu myndir síðasta áratugar
Björn Þór Vilhjálmsson ræðir við Brynju Hjálmsdóttur og Gunnar Ragnarsson um starf kvikmyndagagnrýnandans á smáskerinu Íslandi og gildismat.
Hlaðvarp Engra stjarna #14 – Ruslbíóið er ljóðlist kvikmyndanna
Við könnumst við hugtakið, „svo vont að það er gott“ og það er einmitt á hönd vondleikans sem Hlaðvarp Engra stjarna heldur að þessu sinni. Gestir þáttarins eru braskbarónarnir Hrafn Helgi Helgason og Ragnheiður Davíðsdóttir.
Hlaðvarp Engra stjarna #13 – Evrópsku háskólakvikmyndaverðlaunin
Í Hlaðvarpi Engra stjarna að þessu sinni er rætt við þrjá nemendur um reynsluna af því að vera í dómnefnd alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna.
Farið yfir mörk
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, fjallar um það sem kallað hefur verið önnur bylgja #MeToo á Íslandi.
Lærdómsritin: Endurtekningin
Jón Ólafsson ræðir við Sigríði Þorgeirsdóttur og Guðmund Björn Þorbjörnsson um Lærdómsritið Endurtekninguna eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard.
Hlaðvarp Engra stjarna #11 – Ísland: Bíóland
Rætt við Ásgrím Sverrisson um stöðuna í bíóheimum, útlitið í íslenska bíóinu og heimildarþáttaröð hans Ísland: Bíóland.
Andlit á glugga
Andlit á glugga er safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra með nútímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum.
Þýðendaævir: Oddný Guðmundsdóttir
Sjötti og síðasti þáttur Þýðendaæva er um Oddnýju Guðmundsdóttur, farkennara og þýðanda. Anna Dóra Antonsdóttir fer yfir sérstæða ævi þessarar konu sem ferðaðist um landið og kenndi börnum.