Jón Ólafsson (jonolafs@hi.is) ræðir við Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur um þýðingu hennar á ritinu Pyrrhos og Kíneas (Pyrrhus et Cinéas) eftir franska rithöfundinn og heimspekinginn Simone de Beauvoir. Bókin kom upphaflega út í París árið 1944 – skrifuð í hernumdu landi á tímum heimstyrjaldar. Íslenska þýðingin kom út árið 2018.
Pyrrhos og Kíneas er fyrsta heimspekirit Beauvoir og í því má sjá mörg þeirra grunnstefja sem einkenna síðari verk hennar sem betur eru þekkt, svo sem Siðfræði tvíræðninnar (Pour une morale de l’ambiguïté, 1947) og Hitt kynið (Le Deuxième Sexe, 1949). Það er því að mörgu leyti aðgengilegur inngangur að heimspekilegum verkum hennar en um leið sjálfstæð umfjöllun um nokkur grunnstef vestrænnar hugsunar og tilveru.
[fblike]
Deila