Uppskeruhátíð Smásagna heimsins

Í þessum þætti Hugvarps er spiluð upptaka frá uppskeruhátíð Smásagna heimsins. Viðburðurinn var hluti af dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík.

Sagnfræðirannsóknir í hálfa öld

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands fagnar um þessar mundir hálfrar aldar starfsafmæli og af því tilefni var rætt við sagnfræðingana Guðmund Jónsson, Helga Þorláksson og Ragnheiði Kristjánsdóttur.

Ný íslensk-frönsk veforðabók

Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók var nýverið opnuð á slóðinni lexia.hi.is. Hugvarp spjallaði við þær Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Rósu Elínu Davíðsdóttur, orðabókafræðing við stofnunina og ritstjóra franska hluta orðabókarinnar.

Aldarminning Hermanns Pálssonar

Hugvarp ræddi við Torfa H. Tulinius um Hermann Pálsson, einn áhrifa- og afkastamesta fræðimann á sviði íslenskra fræða á seinni hluta 20. aldar.

Ólafur Jóhann Ólafsson á Japanshátíð

Ólafur Jóhann er einn þekktasti og vinsælasti rithöfundur landsins, en hefur jafnframt fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og áhugaverðar tengingar við Japan í gegnum störf sín. Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum, ræðir við Ólaf Jóhann.

Lærdómsritin: Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins

Jón Ólafsson ræðir við Gauta Kristmannsson um Lærdómsritið Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins eftir Friedrich Schiller sem kom út í þýðingu Þrastar Ásmundssonar og Arthúrs Björgvins Bollasonar árið 2006.

Lærdómsritin: Dýralíf

Í öðrum þætti Lærdómsrita er fjallað um Dýralíf eftir J.M. Coetzee. Jón Ólafsson ræðir við Gunnar Theódór Eggertsson, höfund inngangs bókarinnar, um efni hennar og almennt um vaxandi umræðu samtímans um dýravernd og réttindi dýra.

Þrjár smásögur

Ritstjórar Smásagna heimsins lesa upp sögur úr bókunum í tilefni þess að fimmta og síðasta bók ritraðarinnar er komin út.

Saga viðhorfa til Íslands og Grænlands

Út er komin bókin Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland, viðhorfssaga í þúsund ár í útgáfu Sögufélagsins. Höfundur er Sumarliði R. Ísleifsson, lektor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, en hann hefur um langt skeið rannsakað ímyndasögu Íslands og Grænlands.