Farið yfir mörk

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, fjallar um það sem kallað hefur verið önnur bylgja #MeToo á Íslandi.

Kvennréttindi innan kirkjunnar

Hugvarp ræddi við Arnfríði Guðmundsdóttur prófessor um langa og stranga leið kvenna til vígðrar þjónustu innan kirkjunnar.

Að ganga út fyrir sitt gólf. Orðræða um konur

Erla Hulda Halldórsdóttir fjallar um langa sögu kvenfyrirlitningar og hversu grunnt er á henni. Hún segir samræðurnar á Klausturbarnum sýna að kvenfyrirlitning og hreint kvenhatur heyri ekki sögunni til.

Kvennaflakk og kvennatjáning

Dalrún J. Eygerðardóttir fjallar um sögu förukvenna, en hún vinnur einnig að heimildamynd um síðustu förukonur Íslands.

Íslenskir svannasöngvar

Dalrún J. Eygerðardóttir fjallar um verkþemasöngvar íslenskra kvenna, þ.e. vinnusöngva, vögguvísur og samstöðusöngva. Söngvarnir eru heimildir um störf kvenna heima fyrir, á vinnumarkaði og á hinum pólítíska vettvangi.

Nútímasagnadansinn #Metoo

Dalrún J. Eygerðardóttir heldur á vit slóða sagnadansa fyrri alda og #Metoo atburðarsagna kvenna samtímans í þeim tilgangi að leiða saman raddir formæðra vorra og nútímakvenna Íslands, í umfjöllun um frásagnarhætti kvenna um kynbundið ofbeldi.

Saumavél eða vélbátur? Smávegis um söguna og ömmur

Erla Hulda Halldórsdóttir, lektor í sagnfræði, fjallar um fyrirlestraröðina Margar myndir ömmu og samnefnda bók. Sjálf skrifaði hún kafla í bókina þar sem hún fléttaði saman frásögnum af ömmum sínum og langömmum og fræðilegri umræðu um sögulegt samhengi, sögulegt virði, þ.e. hverjir hefðu verið og væru þess virði að um þá væri skrifað í sagnfræði.

Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x?

Inngangur Maríu Helgu Guðmundsdóttur að þýðingu greinarinnar „Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x?“ eftir Lauren Berlant og Michael Warner. Þýðinguna má finna í Ritinu:2/2017.

Hvað eru lesbískar bókmenntir?

Inngangur Ástu Kristínar Benediktsdóttir að þýðingu greinarinnar „Hvað eru lesbískar bókmenntir?“ eftir Lillian Faderman. Þýðinguna má finna í Ritinu:2/2017.

Að hinsegja heiminn

„Að okkar mati er ekki hjálplegt að líta á hinsegin fræði sem fyrirbæri,“ segja Lauren Berlant og Michael Warner í gestapistli um hinsegin fræði sem þau voru beðin að skrifa í bandaríska tímaritið PMLA árið 1995. „[H]insegin fræði eru ekki fræði um neitt sérstakt og þeim tilheyrir engin tiltekin ritaskrá“, bæta þau síðan við.[1] Þetta ekki-fyrirbæri sem þau fjalla um og rífa niður í sömu andrá var nýtt, ferskt, spennandi og í hraðri mótun á ritunartíma pistilsins en það útskýrir ekki mótþróa höfundanna gegn því að skilgreina það. Í þessari ögrandi mótsögn má hins vegar segja að felist kjarni og …

Getur þú ímyndað þér konur? Femínísk umfjöllun um vísindaskáldskap og apaplánetu

„…og ef einhverjum hugnast þá veröld sem ég skóp, og eru reiðubúnir að gerast þegnar mínir, þá mega þeir ímynda sér það, og um leið gerast þeir þegnar mínir, í eigin huga á ég við, í óskum sínum eða ímyndunarafli; en ef þau geta ekki þolað við sem þegnar mínir, þá er þeim velkomið að skapa eigin veröld, og stjórna henni eftir eigin hentugleik. En lát þá hins vegar gæta að því, að gerast ekki óréttlátir valdaræningjar, og svipta mig eigin heimi…“. Það eru lokaorð vísindakonu, heimspekings og fyrsta vísindaskáldsagnahöfundarins á veraldarvísu. Það eru lokaorð fyrstu vísindaskáldsögunnar The Blazing World …