Hlaðvarp Engra stjarna #13 – Evrópsku háskólakvikmyndaverðlaunin

Kvikmyndafræði Háskóla Íslands hefur tekið þátt í Evrópsku háskólakvikmyndaverðlaununum (European University Film Awards, EUFA) undanfarin þrjú ár, en um er að ræða verkefni á vegum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar og Kvikmyndahátíðarinnar í Hamborg. Tuttugu og fimm háskólar í jafnmörgum löndum koma að verðlaununum en nemandi frá hverjum þeirra er valinn til að sækja þriggja daga ráðstefnu í Hamborg. Á þessari ráðstefnu er sigurmyndin valin, en verðlaunaafhendingin sjálf fer svo fram skömmu síðar og er hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Í Hlaðvarpi Engra stjarna að þessu sinni er rætt við þá þrjá nemendur sem tekið hafa þátt í lokaráðstefnunni í Hamborg fyrir hönd HÍ um reynsluna af því að vera í dómnefnd alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna, þau Arínu Völu Þórðardóttur, Nikulás Tuma Hlynsson og Petru Ísold Bjarnadóttur. Þáttarumsjón Björn Þór Vilhjálmsson.

Um höfundinn
Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson er dósent í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði. Sérsvið hans eru skörun og samræða kvikmynda og bókmennta, tækni og menning, nýmiðlar af ýmsum toga, og íslensk kvikmyndasaga. Sjá nánar

[fblike]

Deila