Hlaðvarp Engra stjarna #16 – Viðtökur íslenskra kvenleikstjóra

Björn Þór Vilhjálmsson ræðir við Jónu Grétu Hilmarsdóttur, kvikmyndafræðinema, um rannsókn sem hún vann síðastliðið sumar um viðtökur íslenskra kvenleikstjóra. Jóna Gréta skoðaði umfjöllun í prentmiðlum um kvikmyndir sem konur hafa leikstýrt á árunum 1980-2020 og sama var gert í tilviki valdra og hliðstæðra verka eftir karlleikstjóra. Markmiðið var að komast að því hvort kynbundins ójafnvægis gætti í fjölmiðlaumfjöllun um leikstjóra í íslenska þjóðarbíóinu. Í þættinum er spjallað um rannsóknina og niðurstöðurnar.

Um höfundinn
Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson er dósent í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði. Sérsvið hans eru skörun og samræða kvikmynda og bókmennta, tækni og menning, nýmiðlar af ýmsum toga, og íslensk kvikmyndasaga. Sjá nánar

[fblike]

Deila