Lærdómsritin: Endurtekningin

Jón Ólafsson (jonolafs@hi.is) ræðir við Sigríði Þorgeirsdóttur, prófessor í heimspeki, og Guðmund Björn Þorbjörnsson, dagskrárgerðarmann og doktorsnema í heimspeki, um Lærdómsritið Endurtekninguna eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard sem birtist í ritröðinni árið 2000. Áður hafði Endurtekningin komið út á vegum Helgafells, árið 1966. Þorsteinn Gylfason þýddi verkið og ritaði inngang bæði 1966 og 2000.

Endurtekningin er einstakt verk að flestu leyti – eitt lykilverka Kierkegaards en þó ólíkt öðru sem frá honum kom. Áhrif þess hafa verið samfelld og langvarandi frá upphaflegri útgáfu þess í Kaupmannahöfn árið 1843. Kierkegaard þræðir krákustíga tilvistarlegra spurninga um tengsl okkar við sjálf okkur – um val og athafnir, ósvikna reynslu og ákvarðanir. Endurtekningunni er stillt upp á móti endurminningunni – tilrauninni til að endurvekja draum, frekar en að takast á við lífið.

Um höfundinn
Hugrás

Hugrás

[fblike]

Deila