Í öðrum þætti Lærdómsrita er fjallað um Dýralíf eftir J.M. Coetzee. Jón Ólafsson ræðir við Gunnar Theódór Eggertsson, höfund inngangs bókarinnar, um efni hennar og almennt um vaxandi umræðu samtímans um dýravernd og réttindi dýra.
Kórónan sem krísa fyrir heimspekina
Ole Martin Sandberg, doktorsnemi í heimspeki skrifar um krísu heimspekinnar á tímum kórónaveirunnar.
Barnið og síminn
Erindi sem Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, flutti á fundi Vísinda- og tækniráðs um „fjórðu iðnbyltinguna“ 1. júní 2018.
„Maður missir stjórn á tímanum og það er dásamleg tilfinning“
Viðtal við Nica Junker, listamann í gestavinnustofu Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Þekkingarfræðilegt afstöðuleysi og dauði vísinda
Það má ætla að vísindin séu komin í öngstræti þegar þekktustu málsvarar þeirra lýsa sig óviljuga til umræðu um skilgreiningaratriði
Ríkið og rökvísi stjórnmála
Árið með heimspekingum
Hannah Arendt og lágkúra illskunnar
Þýski leikstjórinn Margarethe von Trotta gaf sér á dögunum í sjötugsafmælisgjöf kvikmynd um Hönnuh Arendt, sem skilgreindi kannski einna best á undanfarinni öld skelfilegustu myndir alræðisins og þátt einstaklingsins, tannhjólsins í þeim morðverksmiðjum sem þessi ríki voru. Myndin um Hönnuh Arendt er engin ævisaga heldur eru umdeildar greinar hennar og bók um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann snemma á sjöunda áratugnum í brennipunkti. Þessi réttarhöld vöktu mikla athygli á sínum tíma vegna þess að ísraelska leyniþjónustan Mossad rændi Eichmann í Argentínu þar sem hann fól sig og flutti til Jerúsalem til að rétta yfir honum. Hannah Arendt, sem starfaði sem háskólakennari …
Gagnrýnin hugsun og siðfræði
Málþing var haldið þann 1. október síðastliðinn, reynt var að svara því hvernig beri að kenna gagnrýna hugsun og siðfræði á öllum skólastigum. Henry Alexander Henrysson skrifar í tilefni þess, styttri útgáfa þessarar greinar birtist í Fréttablaðinu 8. október 2011.
Heimur hugmyndanna
Veturinn 2009-2010 var þátturinn Heimur hugmyndanna á dagskrá Rásar 1 á sunnudagsmorgnum. Ævar Kjartansson og Páll Skúlason fjölluðu um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Þættirnir eru aðgengilegir á þessari síðu.