Hugrænt Rit

Þá hafa fræ cognitive studies, hugrænna fræða, loksins borist til Íslands, to blow our bodies away, eins og Charles Lock sagði eitt sinn við mig um

Ritlistarnemar ryðja sér til rúms

Margir ritlistarnemar, fyrrverandi og núverandi, hafa sent frá sér bækur á árinu og allmargir hafa unnið til viðurkenninga. Talsvert hefur borið á þessum nemum, suma daga hafa þeir bæði verið framan á dagblöðum og í útvarpinu. Rúnar Helgi Vignisson fjallar um málið.

Lærði sjálfur af eigin útskýringum

Student.is birti nýverið stutt viðtal við Eirík Rögnvaldsson, prófessor í íslenski málfræði. Hugrás endurbirtir hér viðtalið. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, er fæddur á Sauðárkróki árið 1955. Hann lauk stúdentsprófi af málabraut í Menntaskólanum á Akureyri vorið 1975 og B.A.-prófi frá HÍ í íslensku og almennri bókmenntafræði fjórum árum síðar. Þá hóf hann nám á kandídatsstigi í íslenskri málfræði auk þess sem hann tók nokkur námskeið í almennum málvísindum. Þessu námi lauk hann haustið 1982 en hefur kennt við Háskólann frá því í ársbyrjun 1981. Eiríkur hefur kennt yfir 90 námskeið í skólanum og þá var hann brautryðjandi á sviði …

Á vit hins ókunna

Dulræn eða yfirskilvitleg fyrirbæri njóta mikillar tiltrúar hér á landi. Þau eru snar þáttur í heimsmynd margra okkar á meðal og móta á stundum athafnir okkar

Maður dagsins, seint og um síðir

Bókmenntaskjöldur hefur verið afhjúpaður við Aðalstræti 6-8 í Reykjavík. Skjöldurinn vísar til þess að staðurinn er nefndur í skáldsögu eftir Elías Mar. Í tilefni af því og Degi íslenskrar tungu rekur Jón Karl Helgason hvernig Elías hefur „komist á kortið“ í bókmenntaumræðunni.

Haraldur hlaut verðlaun Dags Strömbäcks

Haraldur Bernharðsson, dósent í miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur hlotið verðlaun Dags Strömbäcks fyrir framúrskarandi rannsóknir á íslenskri og gotneskri málsögu og norrænum miðaldahandritum. Konunglega Gústavs Adolfs akademían í Uppsölum í Svíþjóð veitir verðlaunin og tók Haraldur við þeim við hátíðlega athöfn í Uppsölum þann 6. nóvember. Haraldur Bernharðsson (f. 1968) lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA-prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla árið 1995. Hann lauk enn fremur MA-prófi í almennum málvísindum frá Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum árið 1998 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2001. Haraldur hefur verið styrkþegi …

Bylting í klaustrasögu

Í ágúst síðastliðinn var hátíð á Fljótsdal í tilefni af að lokið var fornleifarannsókn á klausturstaðnum á Skriðu

Guðspjallið um eiginkonu Jesú

Í vikunni sem leið fékk Jesús frá Nasaret talsverða athygli í fjölmiðlum, bæði hérlendis og annars staðar. Ástæðan var sú að bandaríska fræðikonan, Karen L. King, prófessor við guðfræðideild Harvard-háskóla, hafði tekið til máls á ráðstefnu um koptísk fræði í Róm og kynnt þar, í félagi við aðra fræðikonu sem starfar við Princeton-háskóla, AnneMarie Luijendijk, áður óþekktan texta, að því er virðist fornan, þar sem Jesús er m.a. sagður mæla eftirfarandi orð: „konan mín“. Vert er að taka fram í upphafi að hvorki King, né aðrir sem um textann hafa fjallað, hafa haldið því fram að hann varpi nokkru ljósi …

Fréttaskot úr fortíð

Eggert Þór Bernharðsson prófessor og Ármann H. Gunnarsson, nemandi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands, hafa unnið kvikar smámyndir þar sem gerð er tilraun með söguform með því að klæða atvik úr fortíðinni í búning nútíma sjónvarpsfrétta. Sagnfræðingur bregður sér í hlutverk fréttamanns sem hverfur á vit fortíðar, fjallar um tiltekin mál og ræðir við fólk. Tilraunin fólst meðal annars í því að kanna möguleika fréttaformsins í miðlun sögu, athuga hvort hægt sé með nógu sannfærandi hætti að flétta saman nútíma og fortíð innan þess forms og huga að því hvernig hægt sé að nýta þá umgjörð sem söfn og …