Titlatog þýskra ráðherra

Akademískir titlar eru virðuleg nafnbót í Þýskalandi. Handhafar taka þá gjarnan alvarlega og ströng viðurlög liggja við því að

Haraldur hlaut verðlaun Dags Strömbäcks

Haraldur Bernharðsson, dósent í miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur hlotið verðlaun Dags Strömbäcks fyrir framúrskarandi rannsóknir á íslenskri og gotneskri málsögu og norrænum miðaldahandritum. Konunglega Gústavs Adolfs akademían í Uppsölum í Svíþjóð veitir verðlaunin og tók Haraldur við þeim við hátíðlega athöfn í Uppsölum þann 6. nóvember. Haraldur Bernharðsson (f. 1968) lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA-prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla árið 1995. Hann lauk enn fremur MA-prófi í almennum málvísindum frá Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum árið 1998 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2001. Haraldur hefur verið styrkþegi …