30. árgangur Sagna

[container] Sagnfræðinemar við Háskóla Íslands hafa gefið út 30. árgang Sagna – tímarits um söguleg málefni. Ritið hefur komið út undir þessu nafni frá árinu 1980 og verið gefið út árlega með hléum. Meginefni ritsins er greinar eftir sagnfræðinema, oft byggðar á BA-ritgerðum en líka eru námskeiðaritgerðir að finna í því. Blaðið þykir mjög vandað og orðstír þess er góður enda ekki mjög algengt að gefin séu út tímarit með akademískum greinum eftir nemendur.

Þrítugasti árgangur Sagna er mjög veglegur og efnistökin fjölbreytt. Í því má finna greinar um áhrif hrekkjavöku á öskudaginn, íþróttasögu með hliðsjón af þjóðerni og kyngervi, kvenímyndir fyrri tíma, erlendar styrjaldir, smámyndir, almenningsgarða og margt fleira. Á síðum blaðsins gefur einnig að líta viðtöl um söguskoðun Íslendinga og viðhorf nýrrar ríkisstjórnar til sögu og þjóðmenningar. Loks má nefna ljósmyndaþátt og bókadóma og er þó ekki allt upp talið af efni Sagna.

Af nógu er að taka og hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi í Sögnum. Þá er tímaritið að sama skapi mjög ódýrt miðað við umfang þess. Nálgast má eintök í bókabúðum en einnig er hægt að panta eintak á netfanginu sagnir@hi.is.
[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *