Þriðja bindið í ritröð EAM

[container] Út er komið ritið The Aesthetics of Matter. Modernism, the Avant-Garde and Material Exchange, sem gefið er út af hinu virta forlagi De Gruyter. Benedikt Hjartarson, lektor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, er einn af fimm ritstjórum ritsins. Aðrir ritstjórar eru Sarah Posman, Anne Reverseau, David Ayers og Sascha Bru.

Um er að ræða þriðja bindið sem gefið er út í ritröð samtakanna EAM (European Network for Avant-garde and Modernism Studies). Ritið geymir fjölda greina sem fjalla um þá könnun á efnisleika og miðlum sem er veigamikill þáttur í listsköpun og bókmenntum framúrstefnunnar og módernismans. Í ritinu er m.a. fjallað um tímaritaútgáfu, hönnun, kvikmyndagerð, tísku, ljósmyndir, ljóðagerð og matargerðarlist. Nánari upplýsingar má nálgast á vef forlagsins De Gruyter.

Upplýsingar um bókina á heimasíðu De Gruyter.

Upplýsingar um bókina á Amazon.
[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *