Kvennaflakk og kvennatjáning

Dalrún J. Eygerðardóttir fjallar um sögu förukvenna, en hún vinnur einnig að heimildamynd um síðustu förukonur Íslands.

Endurunnin ljóð

Hjalti Hugason fjallar um ljóð Hjartar Pálssonar og hvort guðfræðinám og prestsvígsla skáldsins hafi haft áhrif á þau.

Íslenskir svannasöngvar

Dalrún J. Eygerðardóttir fjallar um verkþemasöngvar íslenskra kvenna, þ.e. vinnusöngva, vögguvísur og samstöðusöngva. Söngvarnir eru heimildir um störf kvenna heima fyrir, á vinnumarkaði og á hinum pólítíska vettvangi.

Nútímasagnadansinn #Metoo

Dalrún J. Eygerðardóttir heldur á vit slóða sagnadansa fyrri alda og #Metoo atburðarsagna kvenna samtímans í þeim tilgangi að leiða saman raddir formæðra vorra og nútímakvenna Íslands, í umfjöllun um frásagnarhætti kvenna um kynbundið ofbeldi.

Sóley sólufegri

Jóhannes úr Kötlum. Myndin er fengin af vef Alþingis. Jóhannes úr Kötlum. Myndin er fengin af vef Alþingis. Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum kom fyrst út á bók 1952. Sama ár og ég fæddist. Líklega hefur meðgöngutíminn þó verið nokkuð lengri eða rúmt ár. Kvæðið var ort inn í kviku íslenskra stjórnmála á þessum tíma. Bakgrunnurinn er innganga Íslands í NATO 1949, herstöðvarsamningurinn og og koma ameríska  herliðsins 1951. Kvæðið var því liður í menningarlegu og pólitísku andófi íslenkra skálda og fjölmargra annarra sem staðið hafði mikinn hluta fimmta áratugarins og Jóhannes hafði vissulega tekið þátt í fyrir daga kvæðisins um …

Getur þú ímyndað þér konur? Femínísk umfjöllun um vísindaskáldskap og apaplánetu

„…og ef einhverjum hugnast þá veröld sem ég skóp, og eru reiðubúnir að gerast þegnar mínir, þá mega þeir ímynda sér það, og um leið gerast þeir þegnar mínir, í eigin huga á ég við, í óskum sínum eða ímyndunarafli; en ef þau geta ekki þolað við sem þegnar mínir, þá er þeim velkomið að skapa eigin veröld, og stjórna henni eftir eigin hentugleik. En lát þá hins vegar gæta að því, að gerast ekki óréttlátir valdaræningjar, og svipta mig eigin heimi…“. Það eru lokaorð vísindakonu, heimspekings og fyrsta vísindaskáldsagnahöfundarins á veraldarvísu. Það eru lokaorð fyrstu vísindaskáldsögunnar The Blazing World …

Blaðað í ljóðunum hans Hjartar

Fyrir rúmu ári kom út Ljóðasafn Hjartar Pálssonar (Reykjavík: Dimma, 2016) allt síðan þá hef ég verið að blaða í bókinni að vísu með löngum hléum. Safnið hefur að geyma fimm eldri ljóðabækur Hjartar, verðlaunaljóðið „Nótt frá Svignaskarði“ (2007) og loks áður óútgefna „bók“, Ísleysur. Því er hér saman komið heildarsafn af ljóðum skáldsins eins og ástatt var um það á öndverðu ári 2016. — Vonandi á þó enn sitthvað eftir að bætast við. Áhugavert er að höfundur hefur breytt allnokkru í tveimur fyrstu bókum sínum. Munar þar mestu að ljóðaflokkurinn „Sveigur á aðventu“ sem birtist í annarri bókinni, Fimmstrengjaljóð …

Skortur á skvísusögum á Íslandi – viðtal við bókaforlagið Angústúru

Angústúra er ungt og upprennandi bókaforlag sem hefur vakið athygli fyrir fallegar bækur sem hafa oftar en ekki lent á metsölulistum bókaútgefenda. Bókaforlagið var stofnað af Maríu Rán Guðjónsdóttur og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur á síðasta ári en þær hafa báðar unnið í bókabransanum um árabil.