Ritið – Leiðbeiningar til höfunda um frágang greina

Almennur frágangur

Tekið er við greinum úr öllum algengum rit- og ritvinnsluforritum. Æskilegt er að textinn sé sem einfaldastur í allri uppsetningu. Æskileg lengd greina er 6-8000 orð en hámarkslengd 13000 orð.

Allar greinar sem birtast Ritinu, aðrar en þýðingar, umræðugreinar og ritdómar, undirgangast nafnlausa ritrýni hjá tveimur sérfræðingum á viðkomandi sviði. Höfundar eru beðnir að skila greinum þannig að þær séu tilbúnar fyrir slíka ritrýni. Þannig skal greinin ekki vera merkt höfundi og vísi höfundur til eigin verka í meginmáli eða neðanmáls skal þurrka út upplýsingar sem gefa tengslin milli höfundar og heimildar til kynna.

Greinar sem birtast í Ritinu, aðrar en þýðingar, skulu vera frumsamdar og áður óbirtar. Með því að senda grein til athugunar hjá Ritinu staðfestir höfundur jafnframt að hún hafi ekki verið birt annars staðar og að hún sé ekki til skoðunar hjá öðrum aðila á sama tíma.

Með því að senda grein til birtingar í Ritinu fellst höfundur á að hún fari í tvöfalda blinda ritrýni, þ.e. ritrýni þar sem ritrýnar fá ekki upplýsingar um höfund og höfundar ekki upplýsingar um ritrýna, sama hvert mat þeirra verður.

Ætlast er til að greinar í Ritinu séu skrifaðar á vönduðu, íslensku máli og skulu höfundar gera þær þannig úr garði að sómi sé að áður en þeir senda þær til ritstjóra.

Viðmiðanir um tilvísanir

Við vísun til heimilda er notuð samsett tilvísana- og heimildaskrá. Í þessu kerfi er ekki nauðsynlegt ad vera med heimildaskrá f lokin nema í undantekningartilvikum og þá í samráði við ritstjóra. Allar bókfræðilegar upplýsingar um verkið sem vitnað er til eru gefnar í númeruðum neðanmálsgreinum (þegar fyrst er minnst á verkið). Hér að neðan eru viðmiðunarreglur um algengar gerðir tilvísana. Um aðrar gerðir, s.s. tilvísanir í skjöl, viðtöl og vefsíður, skal geta samræmis innan greinar.

1.  Þegar vitnað er til bókar (mónógrafíu) í fyrsta sinn:

Nafn höfundar, bókartitill, útgáfustaður: forlag, útgáfuár, blaðsíða/ur sem vitnað er til.

Dæmi: Judith Butler, Gender Trouble: Feminism and the Subversion af Identity, London og New York: Routledge, 1990, bls. 132.

2. Þegar vitnað er til greinar í bók í fyrsta sinn:

Nafn höfundar, „greinartitill“, bókartitill, ritstjóri/þýðandi, útgáfustaður: forlag, útgáfuár, heildarblaðsíðutal greinar, blaðsíða/ur sem vitnað er til.

Dæmi: Dipesh Chakrabarty, „The Difference-Deferral of a Colonial Modernity: Public Debates on Domesticity in British Bengal“, Tensions of Empire. Colonial Cultures in a Bourgeois World, ritstj. Frederick Cooper og Ann Laura Stoler, Berkeley: University of California Press, 1997, bls. 373-40S, her bls. 399-400.

3.  Þegar vitnað er til tímaritsgreinar í fyrsta sinn:

Nafn höfundar, „greinartitill“, heiti tímarits árgangur: hefti/útgáfuár, ritstjóri/þýðandi, heildarblaðsíðutal greinar, blaðsíða/ur sem vitnað er til.

Dæmi: Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum. Um upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið 1/2006, bls. 79- 119, hér bls. 79-84.

4. Þegar vísað er aftur í rit:

Ef tilvísun í sama rit kemur í beinu framhaldi:

Sama rit, blaðsíða/ur sem vitnað er til.
Dæmi: Samna rit, bls. 100.

Ef tilvísun í sama rit kemur síðar í grein:

Nafn höfundar, Bókartitill (má stytta ef langur), blaðsíðutal.
Dæmi: Iain McCalman, Radical Underworld, bls. 44.

Höfundur, „Greinartitill (má stytta ef langur),“ blaðsíðutal.
Dæmi: Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum“, bls. 118-119.

Ef augljóst er af samhengi í hvaða rit er verið að vísa dugar blaðsíðutal innan sviga í meginmáli (bls. 88).

5. Að vitna í rafrænar heimildir:

Nafn höfundar, „titill greinar“, nafn vefsíðu, ártal greinar ef við á, sótt dagsetning og ártal af http://vefslóð
Dæmi: Gunnar Kristjánsson, „Trúmaður á tímamótum“,  Tru.is, 30. nóvember 2011, sótt 20. febrúar 2012 af http:/ltru.is/pistlar/2011/11/trumadur-a ­ timamotum.

6. Ýmislegt tengt tilvísunum

Undirtitlar: Undirtitla skal afmarka fra titli með tvípunkti. Þá skal birta þegar fyrst er vitnað í heimild en eftir það skal þeim sleppt.
Dæmi:
Fyrsta birting: Helga Kress, Máttugar meyjar: íslensk fornbókmenntasaga, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1993, bls. 78.
Önnur birting: Helga Kress, Máttugar meyjar, bls. 101.

Ritsafn og bindi: Ef bindi í ritsafni bera öll sinn titil þarf ekki að taka fram við hvaða bindi er átt.

Ef formáli er eftir annan en höfund bókar: Nafn höfundar formála, „titill formála“, nafn höfundar bókar, bókartitill, ritstj. nafn ritstjóra, útgáfustaður: útgefandi, útgáfuár, heildarblaðsíðutal formála, blaðsíður sem vitnað er til. Ef um greinasafn er að ræða gilda sömu reglur og þegar vitnað er til greinar/kafla  í safninu.

Erlend hugtök

Ef nauðsynlegt er talið að sýna erlent hugtak til skýringar á íslensku hugtaki þá er það gert svona:
„Heimspekileg hluthyggja (e. realism) hefur átt undir…”
Þetta er mjög æskilegt ef um nýyrðasmíð er að ræða eða lítið þekkt hugtak. Lesandinn vill oft geta glöggvað sig nánar á merkingunni með því að fletta uppá erlenda heitinu.

Myndir og töflur

Ef myndir fylgja greininni skal greinarhöfundur sjá um útvegun þeirra og skila á forminu TIFF eða maximum quality JPEG í 300dpi upplausn. Almennt er ekki gert ráð fyrir að myndir sem fylgja greinum verði prentaðar í lit, en ef svo er skulu þær vera í CMYK. Höfundur skal semja við eiganda höfundar- eða birtingarréttar ef um slíkt er að ræða. Myndum skulu fylgja upplýsingar um höfund, sköpunarár og eiganda. Vista skal myndirnar með númeri og heiti (Mynd_1_heiti). Í greinartexta skal auðkenna hvar eðlilegast væri að birta myndina (t.d. „Mynd nr. 1 hér“).

Skýringarmyndum skal skila frágengnum á PDF formi.

Tekið er við töflum sem fylgja greinum vistuðum í Excel-skjali. Heiti töflu og númer, skýringar og heimildir skulu tilgreindar við töfluna. Í greinartexta skal auðkenna hvar eðlilegast væri að birta töfluna (t.d. „Tafla nr. 1 hér“).

Upplýsingar í neðanmálsgrein (umfram heimild)

Æskilegast er að greinarhöfundar reyni ad gæta hófs í lengd texta neðanmáls. Þá er óþarft að endurtaka upprunalegan texta þýddra tilvitnana neðanmáls nema sérstök ástæða þyki til að hafa hann með.

Þegar getið er heimilda sem aðeins eiga við um upplýsingar sem koma fram neðanmáls skal ekki afmarka heimild með sviga.

Dæmi:

1 Mótsagnakenndar tilfinningar okkar til frelsisins hafa oft verið umfjöllunarefni fræðimanna og rithöfunda. Germaine Greer benti sem kunnugt er á að þrátt fyrir þrá okkar eftir frelsi værum við líka haldin ótta gagnvart því: „Óttinn við frelsið er sterkur í okkur. Við köllum það óreiðu eða stjórnleysi og þessi orð eru ógnvekjandi. Við lifum í raunverulegri óreiðu mótsagnakenndra stjórnvalda, öld samræmingar án samfélags, nærveru án samskipta“. Germaine Greer, The Female Eunuch, London: Paladin, 1971, bls. 21.

 

[fblike]

Deila