Ritferlið komst á flug eftir kúrs í Ritlist

Sjónglerjafræðingurinn, listamaðurinn og metsölurithöfundurinn Óskar Guðmundsson varð frægur á nánast einni nóttu þegar glæpasagan hans Hilma kom út árið 2015. Í einlægu viðtali um rithöfundastarfið segir Óskar m.a. frá því hvernig gengur með framhald bókarinnar og hvernig ritferlið komst á flug eftir kúrs í Ritlist.

María Stúart Skotadrottning sívinsæl í sögulegum skáldskap

Síðastliðið vor var haldið áhugavert námskeið fyrir framhaldsnemendur sem Ingibjörg Ágústsdóttir kenndi um Maríu Stúart Skotadrottningu. Ingibjörg segir okkur frá þessu áhugaverða námskeiði, yfirstandandi rannsóknum sem tengjast umfjöllunarefninu, hvernig tónlist og hinir ýmsu miðlar voru notaðir til að kynna Maríu Stúart fyrir nemendum og loks þau víðtæku áhrif sem drottningin hafði á dægurmenningu nútímans.

Raddir jaðarhópanna

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum, vinnur um þessar mundir að tveimur metnaðarfullum stórverkum. Annað þeirra tengist bókmenntum og læknisfræði þar sem gott samstarf við læknadeildina kemur við sögu sem og rannsóknir á spænsku veikinni og myndgerðar kvalir listakvenna. Í seinni hluta viðtalsins segir Dagný frá nýrri íslenskri barnabókasögu sem hún vinnur að ásamt fleiri barnabókmenntafræðingum.

Hugræn fræði í miklum blóma

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum er meðal brautryðjenda í hugrænni bókmenntafræði hér á landi en hún hefur veitt hugrænum fræðum brautargengi með því að tengja saman mismunandi fræðimenn í gegnum Hugrænu stofuna sem hún er í forsæti fyrir. Eyrún Lóa Eiríksdóttir ræddi við Bergljótu.

Íslenskar sjókonur um aldir

Hólmfríðu Garðarsdóttir fjallar um bókin Survival on the Edge: Seawomen of Iceland, eftir mannfræðinginn dr. Margaret Willson.

Feigðarflan

Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um skáldsöguna Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem hlaut nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki

Nútímabókmenntafræði í fullu fjöri

Þeir sem eru í tímaþröng að lesa ritdóma láta sér jafnan nægja að telja stjörnurnar eða, ef þeim er ekki til að dreifa, renna augum yfir lokaorðin þar sem dómurinn

Blómatími bókmenntafræðinnar

Árið er nýbyrjað. Ég er að hlusta á útvarpið. Tveir bókmenntafræðingar tala um dauða bókmenntafræðinnar. Tilefnið er að annar þeirra, Gunnar Þorri

Galdur Gunnhildar

Í Njálu er mikið um áhugaverð samskipti kynjanna. Hér er athygli beint að sambandi Hrúts Herjólfssonar og Gunnhildar, drottningar í Noregi, út frá hugmyndum um

Hinn myrki Rilke

Rainer Maria Rilke fjallaði um skuggahliðar tilvistarinnar á ólíkan hátt í Stundabókinni, Minnisbókum Maltes Laurids Brigge og Dúínó tregaljóðunum og má þar merkja