Með fulla vasa af grjóti

Þjóðleikhúsið hefur tekið aftur til sýninga Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones en leikritið var sýnt hér á landi fyrir fullu húsi árið 2000

Ólíkar birtingarmyndir pólitíkur

Björn Norðfjörð heldur áfram að fjalla um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík. Nú beinir hann kastljósinu að myndum sem eiga það sameiginlegt að glíma við áleitnar pólitískar spurningar þótt það sé gert með afar ólíkum hætti.

Dagur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Dagur Hjartarson, meistaranemi í íslenskum bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við athöfn í Höfða í gær. Samdægurs gaf bókaforlagið Bjartur út fyrstu bók Dags, ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð. Dagur Hjartarson er fæddur á Fáskrúðsfirði árið 1986, en hefur búið alla tíð í Reykjavík. Fyrir tæpum mánuði hlaut Dagur einnig Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs fyrir smásagnahandritið Fjarlægðir og fleiri sögur sem kemur væntanlega út á næsta ári. Þess má geta að faðir Dags, Hjörtur Marteinsson, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2000 fyrir skáldsöguna AM 00. Í dómefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar sátu Ingibjörg Haraldsdóttir, Bragi …

Andlit á glugga

Rúnar Helgi Vignisson er mikill meistari smásöguformsins og sýnir það enn einu sinni í þessari bók. Sögurnar virka einfaldar en eru það ekki. Það ætti að vera viðvörun framan á bókinni þar sem á stæði: Bannað er að lesa þessar sögur hratt og yfirborðslega – þær eru þaulhugsaðar! Rúnar Helgi hefur allt frá skáldsögunni Nautnastuldi (1990), markað sér sérstöðu í íslenskum samtímabókmenntum með því að búa til persónur sem eru ákaflega efnislegar, þar er enginn kartesíanskur aðskilnaður líkama og sálar því að þrá persónanna er líkömnuð,  ást og kynlíf skipta miklu máli einkum ef hvorugt gefst og ofan á það …

Fjölbreyttar kvikmyndir á RIFF

Björn Norðfjörð kvikmyndafræðingur tekur til umfjöllunar þrjár æði ólíkar kvikmyndir sem sýndar eru á Reykjavík International Film Festival: Den Skaldede Frisør frá Danmörku, norsku myndina 90 minutter og Myglu frá Tyrklandi.

Rautt eftir John Logan

Mark Rothko fæddist í Rússlandi árið 1903. Þrettán ára gamall flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna

RIFF

Nú styttist óðum í Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, kennda við RIFF. Að venju er mikill fjöldi kvikmynda á dagskránni sem raðað er í ólíka flokka. Björn Norðfjörð kvikmyndafræðingur ætlar að fylgjast með hátíðinni á Hugrásinni og skoðar hér í fyrsta pistli sínum hvað er í boði á hátíðinni.

Carlos Fuentes kvaddur

Rithöfundurinn Carlos Fuentes lést á dögunum 83 ára gamall. Fuentes var einn merkasti höfundur sem Mexíkó hefur alið og lét eftir sig umfangsmikið höfundarverk. Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Thoroddsen segja frá skáldinu. Söknuðurinn kom á óvart. Það var ekki fyrr en við andlátsfregn Carlosar Fuentes að við gerðum okkur grein fyrir því hversu miklu máli rödd hans hafði skipt okkur. Hvað okkur þótti í raun vænt um hann. Já, okkur var brugðið. Dauða hans bar brátt að, hann hafði ekki verið alvarlega veikur og því kom fréttin eins og þruma úr heiðskíru lofti. Samt var hann orðinn 83 ára …

Um gæskuna

Fyrir margt löngu birti ég hér á Hugrás litla hugleiðingu um illskuna undir því yfirvarpi að guðfræðin fjallaði um allt milli himins og jarðar