Loksins: Fyrsta íslenska grafíska skáldsagan

Skugginn af sjálfum mér markar gleðileg tímamót í myndasagnagerð hérlendis að mati Jóns Karls Helgasonar prófessors: ,,Myndrænn þáttur sögunnar er afar fjölbreytilegur en um leið er góður heildarbragur á verkinu sem byggist m.a. á notkun fárra, hlýrra en um leið dulúðugra lita og þéttofinna rasta. Einstakar síður og opnur eru listaverk út af fyrir sig.“