Verk Kristínar eru eggtemperuverk á tré og veggteppi saumuð með lopa á striga en verk Margrétar eru unnin úr svörtum steinleir.
Kristín, sem býr á Seltjarnarnesi hafði oft gengið fram hjá Nesstofu og guðað þar á gluggana. Hún fékk leyfi hjá Seltjarnarnesbæ og Þjóðminjasafninu til þess að hanna sýningu inn í húsið en heiti sýningarinnar vísar í þá starfsemi sem þar var stunduð, lækningar og lyfsölu. Húsið sem byggt var á árunum 1761 – 1767 er grunnur sýningarinnar og er listamaðurinn þar í samtali við fortíðina. Uppi á loftinu er verk sem ber heitið Kossinn og vísar í það sem gerðist á baðstofuloftunum, margt sem nútímamanneskjunni finnst óþægilegt að ræða. Kristín vill draga þessa umræðu upp á yfirborðið, tala um hlutina og hætta að skammast sín fyrir hið liðna.
Öll verkin nema eitt hafa svartan aðallit og segir Kristín það bæði kallast á við svörtu eldstæðin í húsinu og vísa í myrkur fortíðarinnar. Hún sá að verk Margrétar myndu smellpassa inn í þennan ramma en hvor listakona um sig hafði algert frelsi í sinni vinnu. Eina verkið sem ekki er í svörtum lit ber heitið Heimasætan. „Heimasætan er að springa úr reiði vegna bælingar og þöggunar, hana langar að öskra yfir óréttlæti gagnvart konum í gegnum tíðina,“ segir Kristín. Hár hennar er gult og vísar í það þegar að konur skoluðu hár sitt upp úr keytu. Heimasætan mótmælir kúgun kvenna sem alltaf þurftu að laga sig að kröfum sem settar voru af körlum. Þær þurftu að giftast og eignast börn til að öðlast sess í samfélaginu.
Þetta leiðir svo að hinum verkum Kristínar á sýningunni sem tákna móðurlífið eða öllu heldur miðjuna. Sum þeirra eru tóm og tákna þær konur sem ekki gátu eignast börn.
Sýningin er óður til kvenna liðinna tíða og jafnframt liður í að segja sögur þeirra; að horfast í augu við alla hluta fortíðarinnar, – í stað þess að sópa sumum þeirra undir teppið.
Má bjóða þér te?
3. maí, 2023Katelin Marit Parsons, nýdoktor við Árnastofnun, fjallar um leikritið The Secret to Good Tea sem var nýverið frumsýnt við Manitoba Royal Theatre Centre í Winnipeg.„Hér höfum við alltaf verið“
28. apríl, 2023Magnús Orri Aðalsteinsson, BA-nemi í ensku og íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, fjallar um leikverkið Góða ferð inn í gömul sár eftir Evu Rún Snorradóttur.Svartþröstur
26. apríl, 2023Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeríta í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, skrifar um Blackbird eftir David Harrower í sýningu Borgarleikhússins.Deila