Breytir íbúð langömmu sinnar í listgallerí


[container] 
Tuttugu ungir listamenn halda sýningu í nýju sýningarrými í niðurníddu íbúðarhúsnæði í miðbænum. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að vera nýlega útskrifaðir úr Listaháskóla Íslands. Stofnandi og forsvarsmaður gallerísins, Freyja Eilíf Logadóttir, segir að það muni bjóða upp á nýjasta nýtt í íslenskum listheimi. „Frjáls vettvangur sem þessi er nauðsynegur í myndlist, sérstaklega fyrir nýútskrifaða listamenn sem vilja halda áfram að pönkast“, bætir Freyja við.

Húsið stendur við Bergstaðastræti 25b. Endurbætur á því standa yfir og mun sú vinna halda áfram á milli sýninga. Þannig mun rýmið breytast frá einni sýningu til annarrar.

Galleríið hefur hlotið nafnið Ekkisens, og mun sýning með sama heiti opna næstkomandi laugardag, 4. október.

Þessi umgjörð fyrir listsýningar er  nokkið frábrugðin hinni hvítu og hlutlausu umgjörð í hefðbundnum sýningarrýmum borgarinnar. Vegna ástand hússins er er rýmið langt frá því að vera hlutlaust; það gæti jafnvel ögrað áhorfendum þar sem það er hrátt og hlýlegt í senn.

Aðspurð um nafn gallerísins segir Freyja nafnið tengjast langömmu hennar; sem bjó í húsinu og notaði dönsk tökuorð, sérstaklega ef þau voru brúkleg til bölvunar. Galleríið og húsið sem hýsir það er því þegar vant nafni sínu þar sem veggir þess heyrðu eigandann oft nota orðið „ekkisens“ um það sem miður fór.

Freyja býður gestum og gangandi á opnunina næstkomandi laugardag klukkan 17.

Sigríður Nanna Gunnarsdóttir,
meistaranemi í menningarfræði

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *