Category: Pistlar
-
Aðför að pólskum háskólum og akademísku frelsi
Tilkynning frá nemendum við Háskólann í Slesíu í Katowice, Póllandi, sem hafa verið ofsóttir fyrir að andæfa hatursáróðri innan veggja skólans. Þýðandi er Angrímur Vídalín, aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ og fyrrum gestalektor við Háskólann í Slesíu. Það er trú þýðandans, sem og höfunda textans, að yfirlýsingin eigi erindi við háskólafólk um allan heim.
-
Hugmyndaheimur Páls Briem
Út er komin bókin Hugmyndaheimur Páls Briem, en í hana skrifa sjö sagnfræðingar um Pál Briem, sýslumann og þingmann. Hugvarp ræddi við ritstjóra bókarinnar, sagnfræðingana Ragnheiði Kristjánsdóttur og Sverri Jakobsson.
-
„Það bjargaði einhver sögunni …“
Hugrás birtir fjórða og síðasta pistil Hólmfríðar Garðarsdóttur prófessors um málefni Rómönsku- Ameríku. Að þessu sinni fjallar Hólmfríður um menningu og listir.
-
Vonir og væntingar – “Pa´l norte”
Flóttamannastraumurinn frá Hondúras, El Salvador og Gvatemala er meðal umfjöllunarefnis Hólmfríðar Garðardóttur í þriðja pistli hennar af fjórum um málefni Suður- og Mið-Ameríku.
-
Örsögur frá Rómönsku-Ameríku
Út er komin bókin „við kvikuna – örsögur frá Rómönsku-Ameríku“ og af því tilefni birtir Hugvarp upplestur fjögurra örsagna.
-
„Pachamama“ og gullið góða
Hólmfríður Garðarsdóttir fjallar um umhverfisverndarbaráttu í Rómönsku Ameríku. Annar pistill Hólmfríðar af fjórum um málefni Suður- og Mið-Ameríku sem Hugrás birtir.
-
Um samtíma og sögu Rómönsku Ameríku: „Öll erum við ryk …“
Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur nýverið flutt fjóra pistla á Rás 1 um málefni Rómönsku Ameríku. Hugrás fékk leyfi til að birta pistlana og í þeim fyrsta af fjórum fjallar Hólmfríður m.a. um ljóðskáldið Pablo Neruda, mótmæli í Síle og stelpurnar í La Yeguada.
-
Kennarar í kvikmyndafræðum um Bíó Paradís
Kennarar í kvikmyndafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands tjá sig um málefni Bíó Paradísar.
-
Hlaðvarp Engra stjarna #4: Bíó Paradís – fyrsta listabíóið, síðasta listabíóið?
Í fjórða þætti Hlaðvarps Engra stjarna sest Björn Þór Vilhjálmsson niður með nokkrum viðmælendum, þar á meðal Hrönn Sveinsdóttur, og ræðir um Bíó Paradís.
-
Kennsluefni fyrir börn sem læra íslensku sem annað mál
Nú er unnið að því hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum að búa til kennsluefni á netinu fyrir börn af erlendum uppruna sem læra íslensku sem annað mál. Hugvarp ræddi verkefnið við Birnu Arnbjörnsdóttur, prófessor í annarsmálsfræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.