Örsögur frá Rómönsku-Ameríku

Í Hugvarp, Pistlar höf. Hugrás

Út er komin bókin „við kvikuna – örsögur frá Rómönsku-Ameríku“ og af því tilefni birtir Hugvarp upplestur fjögurra örsagna. Það eru þau Rebekka Þráinsdóttir og Jón Thoroddsen sem lesa. Það er Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands sem valdi sögur til birtingar í bókinni, þýddi þær og skrifaði inngang. Ritstjóri er Ásdís R. Magnúsdóttir prófessor. Útgefandi er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Í bókinni eru birtar 156 örsögur eftir eru 49 höfunda, sú elsta er frá 1893 og sú yngsta frá 2014. Í kynningartexta segir að örsagan eigi sér langa hefð í álfunni og bókin sýni þá grósku og fjölbreytni sem sagan hafi öðlast í meðförum rithöfunda álfunnar. Í sögunum er oft stutt í húmorinn, háðið og fantasíuna en stundum vilja sögurnar bíta og koma við kvikuna.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í spilaranum hér að neðan en einnig er hægt að gerast áskrifandi að hlaðvarpsþáttum Hugvísindasviðs á SpotifyiTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.

[fblike]

Deila