Ritið 1/2020: Samband fólks og dýra

Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er komið út og er þema þess náttúruhvörf, samband fólks og dýra.  Í heftinu eru vaktar upp aðkallandi spurningar er varða loftslagsbreytingar, fækkun dýrategunda, umhverfissiðfræði og sjálfbærni. Þeir þverfaglegu textar og listaverk sem birtast í Ritinu eiga það sameiginlegt að fela í sér nýstárleg sjónarhorn á viðfangsefni sem áður voru gegnsýrð hugmyndafræði mannmiðjunar. Tekin eru til gagnrýninnar umfjöllunar gamalgróin viðhorf um aðgreiningu manna og dýra og er efnið tímabært framlag til pósthúmanískrar umræðu á Íslandi. Hægt er að lesa Ritið á ritid.hi.is.

Þemaritstjórar heftisins eru þau Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í safnafræði og Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði og hér að neðan er hægt að hlýða á viðtal við þau í Hugvarpi – hlaðvarpi Hugvísindasviðs.

[fblike]

Deila