About the Author
Erla Hulda Halldórsdóttir

Erla Hulda Halldórsdóttir

Erla Hulda er dósent í kvenna- og kynjasögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Að ganga út fyrir sitt gólf. Orðræða um konur

Erla Hulda Halldórsdóttir fjallar um langa sögu kvenfyrirlitningar og hversu grunnt er á henni. Hún segir samræðurnar á Klausturbarnum sýna að kvenfyrirlitning og hreint kvenhatur heyri ekki sögunni til.

„Þeir létu Fjallkonuna hopa af hólmi“ – lýðveldishátíðin 1944 og veisluskrautið

Erla Hulda Halldórsdóttir fjallar um þátt kvenna í lýðveldishátíðinni 1944: „Fyrir mörgum árum var mér sagt að lýðveldishátíðin á Þingvöllum 1944 hefði verið svo mikil karlasamkoma að fjallkonan, sem þar átti að stíga á stokk, hefði gleymst inni í jeppa þar sem hún átti að sitja af sér rigninguna, og aldrei komið fram. Þessi lygilega frásögn er staðreynd.“

Saumavél eða vélbátur? Smávegis um söguna og ömmur

Erla Hulda Halldórsdóttir, lektor í sagnfræði, fjallar um fyrirlestraröðina Margar myndir ömmu og samnefnda bók. Sjálf skrifaði hún kafla í bókina þar sem hún fléttaði saman frásögnum af ömmum sínum og langömmum og fræðilegri umræðu um sögulegt samhengi, sögulegt virði, þ.e. hverjir hefðu verið og væru þess virði að um þá væri skrifað í sagnfræði.