Lærdómsritin: Dýralíf

Í öðrum þætti hlaðvarpsins Lærdómsrit er fjallað um Dýralíf eftir J.M. Coetzee sem kom út hjá Lærdómsritunum í haust. Jón Ólafsson, ritstjóri Lærdómsritanna, ræðir við Gunnar Theódór Eggertsson, höfund inngangs bókarinnar, um efni hennar og almennt um vaxandi umræðu samtímans um dýravernd og réttindi dýra.

Uppistaða bókarinnar eru fyrirlestrar sem Coetzee flutti við Princeton háskóla 1997 en einnig eru birt andmæli eða umþenkingar fjögurra fræðimanna úr ólíkum áttum við efni fyrirlestranna. Þeir vöktu á sínum tíma mikla athygli og hefur vægi þeirra síst minnkað í dýraréttinda umræðu dagsins í dag.

Þýðendur verksins eru Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir. Í hlaðvarpinu er vísað í fróðlegt viðtal við þau í Lest Rásar 1 sem hægt er að hlýða á með því að smella hér (hefst á 29:08). Þá má hlýða á upplestur tveggja stuttra brota úr verkinu á Facebooksíðu Bókmenntaborgarinnar (hefst á 29:15).

Það eru Hugvarp – hlaðvarp Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Hið íslenska bókmenntafélag sem standa saman að gerð hlaðvarps Lærdómsrita.

Um höfundinn
Hugrás

Hugrás

[fblike]

Deila