Þýski leikstjórinn Margarethe von Trotta gaf sér á dögunum í sjötugsafmælisgjöf kvikmynd um Hönnuh Arendt, sem skilgreindi kannski einna best á undanfarinni öld skelfilegustu myndir alræðisins og þátt einstaklingsins, tannhjólsins í þeim morðverksmiðjum sem þessi ríki voru. Myndin um Hönnuh Arendt er engin ævisaga heldur eru umdeildar greinar hennar og bók um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann snemma á sjöunda áratugnum í brennipunkti. Þessi réttarhöld vöktu mikla athygli á sínum tíma vegna þess að ísraelska leyniþjónustan Mossad rændi Eichmann í Argentínu þar sem hann fól sig og flutti til Jerúsalem til að rétta yfir honum. Hannah Arendt, sem starfaði sem háskólakennari …
Gagnrýnin hugsun og siðfræði
Málþing var haldið þann 1. október síðastliðinn, reynt var að svara því hvernig beri að kenna gagnrýna hugsun og siðfræði á öllum skólastigum. Henry Alexander Henrysson skrifar í tilefni þess, styttri útgáfa þessarar greinar birtist í Fréttablaðinu 8. október 2011.
Heimur hugmyndanna
Veturinn 2009-2010 var þátturinn Heimur hugmyndanna á dagskrá Rásar 1 á sunnudagsmorgnum. Ævar Kjartansson og Páll Skúlason fjölluðu um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Þættirnir eru aðgengilegir á þessari síðu.
- Page 2 of 2
- 1
- 2