Lærdómsritin: Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins

Í Fræði, Heimspeki, Hugvarp, Pistlar höf. Hugrás

Jón Ólafsson ræðir við Gauta Kristmannsson um Lærdómsritið Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins eftir Friedrich Schiller sem kom út í þýðingu Þrastar Ásmundssonar og Arthúrs Björgvins Bollasonar árið 2006. Þröstur skrifar einnig inngang.

Rit þýska skáldsins Fredrichs Schiller Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins vakti mikla athygli þegar það birtist fyrst í þremur hlutum í tímaritinu Die Horen árið 1795. Verkið, sem skiptist í 27 bréf, mótast af heimspeki Kants annarsvegar, frönsku byltingunni hins vegar, en í því færir Schiller rök fyrir því að ímyndunarafl og sköpunargáfa – í einu orði leikurinn – sé ekki aðeins mikilvæg viðbót við skilningsgáfu mannsins, heldur forsenda mennskunnar. Fagurfræði Schillers undirstrikar líka pólitíska greiningu hans á samtíðinni, því hann gerir sér ljóst að upplýsingin, heimspeki Kants og franska byltingin getur haft hinar verstu afleiðingar fyrir samfélagið fái sköpun og listir ekki að dafna.

Um höfundinn
Hugrás

Hugrás

Deila