About the Author
Hugrás

Hugrás

Fuglar í Nýja testamentinu

Rúnar Már Þorsteinsson, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, flytur opinn fyrirlestur um fuglategundir sem koma fyrir í Nýja testamentinu.

Af hákörlum, karlmennsku og kærleik. Um ljóðabókina Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson

Þó að hið þekkta orðatiltæki segi að ekki eigi að dæma bækur af kápunni er kápan, og titillinn þar á, það fyrsta sem mögulegir lesendur sjá. Því verða þessi atriði að vera bæði lýsandi fyrir innihald bókarinnar jafnt sem grípandi til þess að fá fólk til þess að opna bókina og lesa. Þriðju ljóðabók Hauks Ingvarssonar, fræðimanns og skálds, tókst þetta vel en bókin kom út í jólabókaflóðinu árið 2021 og vakti þá umtalsverða athygli vegna titilsins, Menn sem elska menn.

Femínismi í Ritinu

Út er komið Ritið:2/2022, tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þema Ritsins er að þessu sinni helgað rannsóknum á femínisma en undir hatti þess birtast sjö greinar, allar eftir fræðikonur.

Aðgát skal höfð

Sýningin „Aðgát skal höfð“ verður opnuð í Listasafni Einars Jónssonar 31. mars. Sýningin er samstarf meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands og meistaranema í áfanga um sýningarstjórnun við Háskóla Íslands.

Orð ársins 2020: Bólusetning

Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Steinþór Steingrímsson og Starkaður Barkarson, verkefnisstjórar hjá sömu stofnun, skrifa um val á orði ársins 2021.

Hugur um framtíðina

Hugur – tímarit um heimspeki kom út á dögunum og er þema tímaritsins „Framtíðin“. Efni tímaritsins er fjölbreytt, allt frá greinum um framtíðartónlist og ábyrgð á loftslagsbreytingum til greina um ljóðvæðingu máls, samband Jung og Nietzsche og aldusfordóma.

Uppskeruhátíð Smásagna heimsins

Í þessum þætti Hugvarps er spiluð upptaka frá uppskeruhátíð Smásagna heimsins. Viðburðurinn var hluti af dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík.