Category: Rýni
-

„Þetta eru tóm fífl hérna“
Auður Aðalsteinsdóttir segir að erfitt virðist að finna milliveg í íslenskri umræðuhefð. Löng hefð sé fyrir því að harma menningarástand samtímans með afdráttarlausum en gjarnan órökstuddum fullyrðingum. Hún spyr hvort raunveruleg gagnrýni sé í því fólgin að líta fram hjá því sem stenst ekki fyrirframgefnar forsendur.
-

Ein stök mynd
Rúnar Helgi Vignisson fjallar í pistli sínum um „ljúgverðugleika“ bókarinnar Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason. Hvernig Jón Karl klippir saman heimildir, flytur tilsvör í nýtt samhengi og skáldar senur utan um þau. Er klippimynd af þessu tagi sönn eða er um fölsun að ræða þótt byggt sé að mestu á heimildum?
-

Hvar á blessuð vatnskerlingin heima?
Um miðjan apríl gerði Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar að tillögu sinni að listaverkið Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson yrði flutt
-

Vandræðagemlingurinn Lars von Trier
Björn Ægir Norðfjörð fjallar um nýjasta útspil danska leikstjórans Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn játaði í gær að vera nasisti! Stjórnendur í Cannes brugðust við þessu með að skipa von Trier að yfirgefa samkvæmið.
-

Nýbylgja í argentískri kvikmyndagerð
Í kjölfar efnahagsþrenginga í Argentínu beindust kastljós kvikmyndagerðarfólks að því smáa, staðbundna og einfalda – en um leið því sem öllu máli skiptir fyrir einstaklinginn hverju sinni. Hólmfríður Garðarsdóttir fjallar um nýbylgjuna í argentískri kvikmyndagerð. Það sem kallað hefur verið „el nuevo cine argentinu“ eða –nýbylgjan í argentínskri kvikmyndagerð–
-

Anna Boleyn – kona sem hafði áhrif
Í dag eru 475 ár síðan Anna Boleyn, önnur eiginkona Hinriks VIII Englandskonungs, var tekin af lífi. Ingibjörg Ágústsdóttir segir frá því hvernig Anna hefur enn áhrif á fjölda fólks og veitir því innblástur, hvort sem það er sem feminísk táknmynd eða píslarvottur.
-

Reykjavíkur Rætur
Harpan, aðgerðahópur róttækra kynvillinga, millimánaðasund og samkvæmisdansar eru meðal umfjöllunarefnis menningarþátta sem nemendur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands hafa unnið. Þættirnir nefnast Reykjavíkur Rætur.
-

Strikamerki á líkkistum
Ég sá strikamerki á líkkistum í þættinum Íslandi í dag. Mér þótti það merkilegt en samt ekki svo
-

Vöknun / Awakening
Sigrún Sigurðardóttir fjallar um verk Katrínar Elvarsdóttur og Péturs Thomsen á sýningunni Vöknun. Hún segir verkin tala beint inn í umræðu samtímans um mörk veruleika og þess sem stendur utan hans, um tilbúin heim og raunverulegan, um einstaklinginn, manninn og menninguna andspænis náttúrunni.
-

Besta smásagan eða ljótur viðbjóður?
„Saga handa börnum“ eftir Svövu Jakobsdóttur birtist fyrst í smásagnasafninu Veisla undir grjótvegg árið 1967. Það segir frá móður sem fórnar sér fyrir börnin sín
-

Sparkað í áhorfendur: Af ofbeldi í tíma og rúmi
Nýverið hafa „þyngri“ gerðir teiknimyndasagna – svokallaðar grafískar skáldsögur – vakið athygli framleiðenda Hollywood
