Category: Rýni
-
Hertoginn rumskar
Það vakti nokkra athygli á popp- og rokkorgíunni á opnunarhátíð Ólympíuleikanna að einn kunnasti tónlistarmaður sem Bretland hefur alið, „the thin white duke“, David Bowie, skyldi hafna því að koma fram. Þar sem hann hafði fengið vægt hjartaáfall 2004 og vart komið fram opinberlega síðan veltu sumir gamalgrónir aðdáendur, eins og undirritaður, því fyrir sér…
-
Skoska leikritið í íslenska þjóðleikhúsinu
Mikil hjátrú hefur verið bundin Macbeth, hinu fræga leikriti William Shakespeare. Það er eins og þeir sem komið hafa að sýningu verksins hafi óttast að illska þess og forneskja yfirfærðist á þá sjálfa og eitt af því sem átti að geta forðað ósköpunum var að nefna verkið ekki þess rétta nafni heldur kalla það „skoska…
-
Hugrænt Rit
Þá hafa fræ cognitive studies, hugrænna fræða, loksins borist til Íslands, to blow our bodies away, eins og Charles Lock sagði eitt sinn við mig um
-
Hugleiðing að loknum lestri jólaguðspjallsins
Í sögunni Fífukveikur eftir Guðmund Friðjónsson frá Sandi er þetta fallega bænavers að finna
-
Ritlistarnemar ryðja sér til rúms
Margir ritlistarnemar, fyrrverandi og núverandi, hafa sent frá sér bækur á árinu og allmargir hafa unnið til viðurkenninga. Talsvert hefur borið á þessum nemum, suma daga hafa þeir bæði verið framan á dagblöðum og í útvarpinu. Rúnar Helgi Vignisson fjallar um málið.
-
Kennarar Hugvísindasviðs tilnefndir til bókmenntaverðlauna
Fimm fræðimenn og kennarar við Hugvísindasvið Háskóla Íslands voru tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn. Í flokki fagurbókmennta var Auður Ava Ólafsdóttir, lektor í listfræði, tilnefnd fyrir skáldsöguna Undantekningin. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis voru tilnefnd Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði, fyrir bókina Sagan af klaustrinu á Skriðu og Gunnar Þór…
-
Trúfrelsi og þjóðkirkja: Andstæður eða skapandi samstæða?
Kveikjan að þessu erindi er sú fullyrðing eða forsenda sem ýmsir virðast gefa sér að stjórnarskrárvarið trúfrelsi útiloki tilvist þjóðkirkju
-
Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur
Út er komið, hjá bókaforlaginu Bjarti, örsagnasafnið Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir hinn suður-ameríska meistara örsögunnar Augusto Monterroso í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur, aðjúnkts í spænsku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hún skrifar einnig eftirmála. Monterroso (1921–2003) var frá Guatemala en skrifaði flest verk sín í Mexíkó. Hann var sjálfmenntaður og án efa einn fróðasti…
-
Á vit hins ókunna
Dulræn eða yfirskilvitleg fyrirbæri njóta mikillar tiltrúar hér á landi. Þau eru snar þáttur í heimsmynd margra okkar á meðal og móta á stundum athafnir okkar
-
Maður dagsins, seint og um síðir
Bókmenntaskjöldur hefur verið afhjúpaður við Aðalstræti 6-8 í Reykjavík. Skjöldurinn vísar til þess að staðurinn er nefndur í skáldsögu eftir Elías Mar. Í tilefni af því og Degi íslenskrar tungu rekur Jón Karl Helgason hvernig Elías hefur „komist á kortið“ í bókmenntaumræðunni.
-
Fengu Íslensku barnabókaverðlaunin
Kjartan Yngvi Björnsson, bókmenntafræðingur og nemi í ritlist við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, og Snæbjörn Brynjarsson, leikskáld og nemi í japönsku við háskólann, hlutu nýverið Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Hrafnsauga. Þetta er fyrsta bók þeirra Kjartans og Snæbjörns og jafnframt fyrsta bókin í sagnaflokknum Þriggja heima sögu. Að mati dómnefndar Íslensku barnabókaverðlaunanna er Hrafnsauga „spennandi og…
-
Gullregn
Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri hefur sýnt það í gegnum tíðina að honum lætur vel að segja sögur. Kvikmyndir hans og sjónvarpsþættir