Category: Rýni
-
Kristur undraverkanna
Kristín Guðrún Jónsdóttir heimsækir Krist undraverkanna í Puebla í Mexíkó. Hér gefur að líta Krist í líkamsstærð, á hnjánum að sligast undan krossinum. Hann er blóði drifinn og dökkir, liðaðir lokkarnir falla fram á ennið. Fólkið stendur eða krýpur fyrir framan líkneskið og þylur bænir.
-
Um skemmtanagildi bóka
Öðru hverju taka sum þeirra sem fjalla um bókmenntir upp á því að tala um skemmtilegar og leiðinlegar bækur. Yfirlýsingar fylgja um að fólk eigi ekki að lesa leiðinlegar bækur og jafnvel að þeir sem ekki lesi skemmtilegar bækur séu illa haldnir af bókmenntasnobbi. Rúnar Helgi Vignisson er ekki sammála.
-
Bókmenntaborg er skapandi borg
Reykjavíkurborg var nýverið útnefnd ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, tók þátt í vinnu við gerð umsóknar Reykjavíkurborgar um titilinn. Hugrás hitti Rúnar að máli.
-
Þversögn þjóðernis
Gauti Kristmannsson hefur greinaröðina Þjóðernispælingar á knattspyrnuvelli í Frankfurt. Írska stórsveitin U2 er með tónleika en stemningin er einhvern veginn dofin. Ástæðan er sú að þremur dögum áður höfðu nýnasistar varpað mólótovkokkteilum að íbúðarhúsi með hörmulegum afleiðingum.
-
„Þetta eru tóm fífl hérna“
Auður Aðalsteinsdóttir segir að erfitt virðist að finna milliveg í íslenskri umræðuhefð. Löng hefð sé fyrir því að harma menningarástand samtímans með afdráttarlausum en gjarnan órökstuddum fullyrðingum. Hún spyr hvort raunveruleg gagnrýni sé í því fólgin að líta fram hjá því sem stenst ekki fyrirframgefnar forsendur.
-
Ein stök mynd
Rúnar Helgi Vignisson fjallar í pistli sínum um „ljúgverðugleika“ bókarinnar Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason. Hvernig Jón Karl klippir saman heimildir, flytur tilsvör í nýtt samhengi og skáldar senur utan um þau. Er klippimynd af þessu tagi sönn eða er um fölsun að ræða þótt byggt sé að mestu á heimildum?
-
Hvar á blessuð vatnskerlingin heima?
Um miðjan apríl gerði Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar að tillögu sinni að listaverkið Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson yrði flutt
-
Vandræðagemlingurinn Lars von Trier
Björn Ægir Norðfjörð fjallar um nýjasta útspil danska leikstjórans Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn játaði í gær að vera nasisti! Stjórnendur í Cannes brugðust við þessu með að skipa von Trier að yfirgefa samkvæmið.
-
Nýbylgja í argentískri kvikmyndagerð
Í kjölfar efnahagsþrenginga í Argentínu beindust kastljós kvikmyndagerðarfólks að því smáa, staðbundna og einfalda – en um leið því sem öllu máli skiptir fyrir einstaklinginn hverju sinni. Hólmfríður Garðarsdóttir fjallar um nýbylgjuna í argentískri kvikmyndagerð. Það sem kallað hefur verið „el nuevo cine argentinu“ eða –nýbylgjan í argentínskri kvikmyndagerð–
-
Anna Boleyn – kona sem hafði áhrif
Í dag eru 475 ár síðan Anna Boleyn, önnur eiginkona Hinriks VIII Englandskonungs, var tekin af lífi. Ingibjörg Ágústsdóttir segir frá því hvernig Anna hefur enn áhrif á fjölda fólks og veitir því innblástur, hvort sem það er sem feminísk táknmynd eða píslarvottur.
-
Reykjavíkur Rætur
Harpan, aðgerðahópur róttækra kynvillinga, millimánaðasund og samkvæmisdansar eru meðal umfjöllunarefnis menningarþátta sem nemendur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands hafa unnið. Þættirnir nefnast Reykjavíkur Rætur.