Fyrir stuttu frumsýndi Þjóðleikhúsið leikritið Listaverkið eftir skáldkonuna Yasminu Reza. Yasmina er mjög þekkt í heimalandi sínu Frakklandi
Frankfurtarpunktar
Gauti Kristmannsson var á bókastefnunni í Frankfurt sem var haldin í síðustu viku og hefur sett niður nokkra punkta um hana frá mismunandi sjónarhornum. Þessir punktar birtast í nokkrum skömmtum næstu daga, hér er fyrsti hluti þeirra.
Skemmtilegt og leiðinlegt, fyrsti kafli
Um daginn sá ég nýjustu myndina um njósnarann Bond, raunar þremur árum seinna en til var ætlast. Hún mun víst vera sú dýrasta
Sögueyja í Frankfurt
Nú stendur yfir bókamessan í Frankfurt, stærsta bókasýning heims sem haldin er þar í borg í október ár hvert. Þar ber til tíðinda að Ísland er heiðursgestur
Eldfjall á erindi við okkur
Þjóðkirkjan hefur veitt verðlaun á RIFF í sex ár. Verðlaunamyndirnar koma frá ýmsum löndum og fjalla um ólík efni. Allt eru þetta myndir sem eru innlegg í samtal um lífið, trúna og samfélagið. Í ár fékk Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson verðlaunin. Árni Svanur Daníelsson, formaður dómnefndar, útskýrir hvers vegna.
Glataðar bækur og saga þeirra
Hver kannast við skáldsögurnar La Spirale eftir Gustave Flaubert, Pilgrim on the Hill eftir Philip K. Dick og Sanditon eftir Jane Austen? Jón Karl Helgason veltir fyrir sér bókmenntasögunni í ljósi Bók glötuðu bókanna (e. The Book of Lost Books) eftir Stuart Kelly.
Kristur undraverkanna
Kristín Guðrún Jónsdóttir heimsækir Krist undraverkanna í Puebla í Mexíkó. Hér gefur að líta Krist í líkamsstærð, á hnjánum að sligast undan krossinum. Hann er blóði drifinn og dökkir, liðaðir lokkarnir falla fram á ennið. Fólkið stendur eða krýpur fyrir framan líkneskið og þylur bænir.
Um skemmtanagildi bóka
Öðru hverju taka sum þeirra sem fjalla um bókmenntir upp á því að tala um skemmtilegar og leiðinlegar bækur. Yfirlýsingar fylgja um að fólk eigi ekki að lesa leiðinlegar bækur og jafnvel að þeir sem ekki lesi skemmtilegar bækur séu illa haldnir af bókmenntasnobbi. Rúnar Helgi Vignisson er ekki sammála.
Bókmenntaborg er skapandi borg
Reykjavíkurborg var nýverið útnefnd ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, tók þátt í vinnu við gerð umsóknar Reykjavíkurborgar um titilinn. Hugrás hitti Rúnar að máli.
Þýðingar á örsögum eftir Lindu Vilhjálmsdóttur
Linda Vilhjálmsdóttir hlaut strax verðskuldaða athygli þegar fyrsta ljóðabók hennar Bláþráður kom út 1991, enda grípa ljóð hennar lesandann með einlægni sinni og tilgerðarleysi og gera hann berskjaldaðan gagnvart tilfinningalegri nánd ljóðanna. Hér eru birtar ásamt frumtextanum þýðingar Hólmfríðar Garðarsdóttur og Sigurðar A. Magnússonar á tveim örsögum Lindu á spænsku og ensku.
Þversögn þjóðernis
Gauti Kristmannsson hefur greinaröðina Þjóðernispælingar á knattspyrnuvelli í Frankfurt. Írska stórsveitin U2 er með tónleika en stemningin er einhvern veginn dofin. Ástæðan er sú að þremur dögum áður höfðu nýnasistar varpað mólótovkokkteilum að íbúðarhúsi með hörmulegum afleiðingum.
„Þetta eru tóm fífl hérna“
Auður Aðalsteinsdóttir segir að erfitt virðist að finna milliveg í íslenskri umræðuhefð.
Löng hefð sé fyrir því að harma menningarástand samtímans með afdráttarlausum en gjarnan órökstuddum fullyrðingum. Hún spyr hvort raunveruleg gagnrýni sé í því fólgin að líta fram hjá því sem stenst ekki fyrirframgefnar forsendur.