RIFF: Itsi Bitsi

Kvikmyndin Itsi Bitsi er nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Ole Christian Madsen. Hún var frumsýnd í Evrópu á RIFF

Konur eru líka menn… NOT!

Í fyrra útskrifaðist ég úr kvikmyndaskóla. Tæplega þriðjungur nemenda var kvenkyns og var hlutfall kvenna hæst í leiklistardeildinni, þar var hlutur

Hvellur

Sprengingin við Miðkvísl, eina af upptakakvíslum Laxár í Aðaldal, í ágúst 1970 er mjög til umfjöllunar um þessar mundir

Hannah Arendt og lágkúra illskunnar

Þýski leikstjórinn Margarethe von Trotta gaf sér á dögunum í sjötugsafmælisgjöf kvikmynd um Hönnuh Arendt, sem skilgreindi kannski einna best á undanfarinni öld skelfilegustu myndir alræðisins og þátt einstaklingsins, tannhjólsins í þeim morðverksmiðjum sem þessi ríki voru. Myndin um Hönnuh Arendt er engin ævisaga heldur eru umdeildar greinar hennar og bók um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann snemma á sjöunda áratugnum í brennipunkti. Þessi réttarhöld vöktu mikla athygli á sínum tíma vegna þess að ísraelska leyniþjónustan Mossad rændi Eichmann í Argentínu þar sem hann fól sig og flutti til Jerúsalem til að rétta yfir honum. Hannah Arendt, sem starfaði sem háskólakennari …

Ólíkar birtingarmyndir pólitíkur

Björn Norðfjörð heldur áfram að fjalla um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík. Nú beinir hann kastljósinu að myndum sem eiga það sameiginlegt að glíma við áleitnar pólitískar spurningar þótt það sé gert með afar ólíkum hætti.

Fjölbreyttar kvikmyndir á RIFF

Björn Norðfjörð kvikmyndafræðingur tekur til umfjöllunar þrjár æði ólíkar kvikmyndir sem sýndar eru á Reykjavík International Film Festival: Den Skaldede Frisør frá Danmörku, norsku myndina 90 minutter og Myglu frá Tyrklandi.

RIFF

Nú styttist óðum í Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, kennda við RIFF. Að venju er mikill fjöldi kvikmynda á dagskránni sem raðað er í ólíka flokka. Björn Norðfjörð kvikmyndafræðingur ætlar að fylgjast með hátíðinni á Hugrásinni og skoðar hér í fyrsta pistli sínum hvað er í boði á hátíðinni.

Útvarpsþættir um líf og störf Ingmar Bergman

Ingmar Bergman er einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri tuttugustu aldarinnar en á ferlinum gerði hann á sjötta tug bíómynda og starfaði samhliða því alla tíð í leikhúsi. Haukur Ingvarsson fjallaði nýverið um ævi og störf Bergmans í Glætu á Rás 1. Björn Ægir Norðfjörð, lektor í kvikmyndafræði og Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, báðir fræðimenn á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, eru meðal viðmælenda í þáttunum. Pétur er höfundur bókarinnar Kónguló eða kærleiksguð: Um áhrif kristindómsins á Ingmar Bergman og listsköpun hans. Í bókinni er fjallað um trúarleg stef í nokkrum af þekktustu kvikmyndum Bergmans. Í kynningu bókarinnar segir: ,,Í kvikmyndinni Sjöunda innsiglið frá …

Síðasti bærinn í dalnum og Lincoln Center í New York

Stærstu yfirlitssýningu á íslenskum kvikmyndum sem haldin hefur verið lauk nýverið í Lincoln Center, helstu menningarmiðstöð New York búa. Björn Norðfjörð tók þátt í pallborðsumræðum í Lincoln Center og ritaði pistil um hátíðina.