Guðbergur Bergsson heiðursdoktor

Hvísl

Ritið:1/2013 um minni og gleymsku

Þýskur veruleiki á íslensku

Steinunn hlaut Fjöruverðlaunin

Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekdeild Háskóla Íslands, hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í flokki fræðibóka fyrir verk sitt „Sagan af klaustrinu á Skriðu“. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó sunnudaginn 24. febrúar. Þetta var í sjöunda sinn sem verðlaunin voru veitt en þau eru orðin mikilvægur hluti af bókmennta- og menningarlífi landsmanna og lykilþáttur í að vekja athygli á framlagi kvenna til íslenskra bókmennta. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum, fyrir fagurbókmenntir, fræðibækur og barna- og unglingabækur. Þrjár bækur voru tilefndar í hverjum flokki og sem fyrr segir hlaut Steinunn verðlaunin í flokki fagurbókmennta. …

Ritlistarnemar ryðja sér til rúms

Margir ritlistarnemar, fyrrverandi og núverandi, hafa sent frá sér bækur á árinu og allmargir hafa unnið til viðurkenninga. Talsvert hefur borið á þessum nemum, suma daga hafa þeir bæði verið framan á dagblöðum og í útvarpinu. Rúnar Helgi Vignisson fjallar um málið.

Ritið: 3/2012 tileinkað hugrænum fræðum

Ritið, Tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, 3. hefti 2012 er komið út. Gestaritstjórar eru þau Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Þórhallur Eyþórsson en þema  heftisins  „Hugræn fræði“. Allar greinarnar tengjast að þessu sinni þemanu eða falla undir það. Auk inngangs ritstjóra eru þær sjö að tölu, á sviði bókmenntafræði, málvísinda, sálfræði, málaralistar og heimspeki. Árni Kristjánsson sálfræðingur, fjallar um þekkingarfræði Kants í samtímakenningum um sjónskynjun; Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, íslenskufræðingur,  stiklar á hugmyndum um líkamsmótun vitsmunanna og segir frá hugrænni bókmenntafræði; Bergsveinn Birgisson, miðaldafræðingur, leiðir lesendur inn í heim líkingafræða  og fjallar um eina vísu Egils Skalla-Grímssonar í ljósi lífssögu hans en Bjarni …

Kennarar Hugvísindasviðs tilnefndir til bókmenntaverðlauna

Fimm fræðimenn og kennarar við Hugvísindasvið Háskóla Íslands voru tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn. Í flokki fagurbókmennta var Auður Ava Ólafsdóttir, lektor í listfræði, tilnefnd fyrir skáldsöguna Undantekningin. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis voru tilnefnd Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði, fyrir bókina Sagan af klaustrinu á Skriðu og Gunnar Þór Bjarnason, stundakennari við Hugvísindasvið, fyrir bókina Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Þá voru tveir fræðimenn af Hugvísindasviði tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2012. Það voru þau Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjúnkt í spænsku, fyrir þýðingu bókarinnar Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir …

Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur

Út er komið, hjá bókaforlaginu Bjarti, örsagnasafnið Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir hinn suður-ameríska meistara örsögunnar Augusto Monterroso í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur, aðjúnkts í spænsku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hún skrifar einnig eftirmála. Monterroso (1921–2003) var frá Guatemala en skrifaði flest verk sín í Mexíkó. Hann var sjálfmenntaður og án efa einn fróðasti og víðlesnasti bókmenntamaður Rómönsku-Ameríku. „Ég lærði að vera stuttorður á því að lesa Proust,“ sagði Augusto Monterroso einhverju sinni, en hann skrifaði einkum smásögur og stutta, illflokkanlega texta svo sem örsögur, ritgerðir, aforisma, orðaleiki, hugleiðingar, gamanmál, dagbókarbrot og ekki síst fabúlur eða dæmisögur. Í bókinni …

Á vit hins ókunna

Dulræn eða yfirskilvitleg fyrirbæri njóta mikillar tiltrúar hér á landi. Þau eru snar þáttur í heimsmynd margra okkar á meðal og móta á stundum athafnir okkar

Fengu Íslensku barnabókaverðlaunin

Kjartan Yngvi Björnsson, bókmenntafræðingur og nemi í ritlist við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, og Snæbjörn Brynjarsson, leikskáld og nemi í japönsku við háskólann, hlutu nýverið Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Hrafnsauga. Þetta er fyrsta bók þeirra Kjartans og Snæbjörns og jafnframt fyrsta bókin í sagnaflokknum Þriggja heima sögu. Að mati dómnefndar Íslensku barnabókaverðlaunanna er Hrafnsauga „spennandi og frumleg saga þar sem áhugaverðar persónur takast á við krefjandi aðstæður í vel sköpuðum ævintýraheimi.“ Að Íslensku barnabókaverðlaununum standa Forlagið, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, Barnavinafélagið Sumargjöf og IBBY á Íslandi.  

Haraldur hlaut verðlaun Dags Strömbäcks

Haraldur Bernharðsson, dósent í miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur hlotið verðlaun Dags Strömbäcks fyrir framúrskarandi rannsóknir á íslenskri og gotneskri málsögu og norrænum miðaldahandritum. Konunglega Gústavs Adolfs akademían í Uppsölum í Svíþjóð veitir verðlaunin og tók Haraldur við þeim við hátíðlega athöfn í Uppsölum þann 6. nóvember. Haraldur Bernharðsson (f. 1968) lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA-prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla árið 1995. Hann lauk enn fremur MA-prófi í almennum málvísindum frá Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum árið 1998 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2001. Haraldur hefur verið styrkþegi …