Í heftinu eru að finna sjö þemagreinar og fjalla þær m.a. um menningarlegt minni, minnismenningu Íslendinga, félagslegt minni og hlutverk bókmennta í þjóðarminni. Marion Lerner fjallar um vörður og ferðatexta, Kristín Loftsdóttir skoðar viðtökur á endurútgáfu Negrastrákanna og Jón Karl Helgason skrifar um varðveislu minninga þjóðskálda. Irma Erlingsdóttir ræðir hið svokallaða blóðhneyksli í Frakklandi og Róbert H. Haraldsson fjallar um falskar eða tilbúnar minningar, Úlfar Bragason og Sverrir Jakobsson fjalla í sínum greinum um söguvitund og samspil minninga og sagnaritunar á miðöldum. Auk þeirra eru kafli um minnisvarða og helfararminni á fjölmiðlaöld eftir Andreas Huyssen í þýðingu Gunnþórunnar Guðmundsdóttur og myndaþáttur um minnismerki á Íslandi eftir Ketil Kristinsson. Loks spyr Eyja Margrét Brynjarsdóttir hvort heimspeki sé kvenfjandsamleg í grein sem fellur utan þema.
