Steinunn hlaut Fjöruverðlaunin


Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekdeild Háskóla Íslands, hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í flokki fræðibóka fyrir verk sitt „Sagan af klaustrinu á Skriðu“. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó sunnudaginn 24. febrúar.

Þetta var í sjöunda sinn sem verðlaunin voru veitt en þau eru orðin mikilvægur hluti af bókmennta- og menningarlífi landsmanna og lykilþáttur í að vekja athygli á framlagi kvenna til íslenskra bókmennta.

Veitt eru verðlaun í þremur flokkum, fyrir fagurbókmenntir, fræðibækur og barna- og unglingabækur. Þrjár bækur voru tilefndar í hverjum flokki og sem fyrr segir hlaut Steinunn verðlaunin í flokki fagurbókmennta. Í flokki fagurbókmennta hlaut skáldsagan „Ósjálfrátt“ eftir Auði Jónsdóttur Fjöruverðlaunin og verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka komu í hlut Þórdísar Gísladóttur fyrir skáldsöguna „Randalín og Mundi“.

Bókin „Sagan af klaustrinu á Skriðu“ byggist á fornleifauppgreftri og rannsóknum sem Steinunn stjórnaði að Skriðuklaustri í Fljótsdal á árabilinu 2002-2011. Þær leiddu margt merkilegt í ljós, m.a. að í Skriðuklaustri var rekinn spítali. Steinunn sagði frá rannsóknunum á vef háskólans í fyrra þegar bókin kom út.

Þess má geta að unnið að útgáfu bókar um uppgröftinn á ensku.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *