Kennarar Hugvísindasviðs tilnefndir til bókmenntaverðlauna

Fimm fræðimenn og kennarar við Hugvísindasvið Háskóla Íslands voru tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn.

Í flokki fagurbókmennta var Auður Ava Ólafsdóttir, lektor í listfræði, tilnefnd fyrir skáldsöguna Undantekningin.

Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis voru tilnefnd Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði, fyrir bókina Sagan af klaustrinu á Skriðu og Gunnar Þór Bjarnason, stundakennari við Hugvísindasvið, fyrir bókina Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga.

Þá voru tveir fræðimenn af Hugvísindasviði tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2012. Það voru þau Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjúnkt í spænsku, fyrir þýðingu bókarinnar Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, stundakennari í ritlist, fyrir Hjaltlandsljóð.

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt í janúar 2013.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *