Author: Hugrás
-
Umsóknarfrestur um framhaldsnám í hugvísindum
Í hugvísindum rétt eins og á öðrum fræðasviðum færist jafnt og þétt í vöxt að háskólanemar stefni að meistaragráðu. Umsóknarfrestur um meistaranám er til 15. apríl.
-
Varúð! Pólitísk rétthugsun
Varast þarf að gjaldfella alla gagnrýni með því að kenna hana við pólitíska rétthugsun að mati Páls Guðmundssonar. Hann fjallar um viðbrögð við orðum tískuhönnuðarins Karls Lagerfelds um söngkonuna Adele og segir meðal annars: ,,En nú segir Lagerfeld bara það sem satt er, á að fordæma manninn fyrir það?”
-
Feministar eiga að berjast fyrir foreldrajafnrétti
Þorbjörg Gísladóttir segist vera feministi og berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Hún hvetur aðra feminista til að berjast fyrir foreldrajafnrétti og réttindum feðra ekki síður en mæðra í skilnaðarmálum. Pistillinn er skrifaður í námskeiði í menningarfræði.
-
Prófessorsstaða Jóns Sigurðssonar
Guðmundur Hálfdanarson hefur verið skipaður í prófessorsstöðu sem tengd er nafni Jóns Sigurðssonar. Meðal verkefna prófessorsins er að standa árlega að ráðstefnum og námskeiði í sumarháskóla á Hrafnseyri, með innlendum og erlendum kennurum og fyrirlesurum.
-
Frönsk svíta
Frönsk svíta eftir Irène Némirovsky er ritað á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar og þó að stríðið sé í brennidepli er athyglin oft örlítið til hliðar við það. Áherslan er nær alltaf á hið hversdagslega og vanmætti fólksins til að hafa áhrif á ástandið og sitt eigið líf. Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir fjallar um bókina.
-
III.
Út er komin bókin III. eftir ritlistarnema við Háskóla Íslands. III. hefur að geyma 29 verk eftir 21 höfund. Farið er um víðan völl allt frá öskukenndu hjónabandi, sjálfritskoðaðri fjölskyldusögu, hugljúfri landsbyggðarferð til sjö versa ljóðs sem rekur heimsenda í gegn. Hugrás birtir ljóð úr bókinni.
-
Kristsgervingurinn á fjölum Þjóðleikhússins
Leikstjóri Heimsljóss hefur augljóslega fundið trúarlegan þráð sögunnar og spinnur hann listilega í framvindu verksins að sögn Péturs Péturssonar: ,,Trúin gengur eins og rauður þráður í mörgum skáldverka Laxness enda gekk hann í klaustur til þess að verða skáld.”
-
Tvöhundruð ára afmæli Charles Dickens
Tvöhundruð ár afmæli Charles Dickens er minnst víða um heim í dag. Allt þetta ár eru sérstakar ráðstefnur haldnar um Dickens eða þá að málstofur eru helgaðar honum á ársþingum fræðafélaga og háskóla í fjölmörgum löndum, þar á meðal á Hugvísindaþingi HÍ.
-
Bók Sifjar Ríkharðsdóttur gefin út erlendis
Bókin „Medieval Translations and Cultural Discourse: The Movement of Texts in England, France and Scandinavia“ eftir Sif Ríkharðsdóttur, sérfræðing við Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur verið gefin út í Bretlandi og Bandaríkjunum.
-
Aldarspegill í útvarpi
Aldarspegill í útvarpi er útvarpsþáttaröð sem Eggert Þór Bernharðsson, prófessor í hagnýtri menningarmiðlun, gerði í tilefni af 80 ára afmæli útvarpsins árið 2010. Nú er hægt að hlusta á þættina á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins og á iTunes.
-
Hef ég verið hér áður?
Bókmennta- og listfræðastofnun hefur gefið út bókina Hef ég verið hér áður? Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur eftir Guðna Elísson og Öldu Björk Valdimarsdóttur. Steinunn Sigurðardóttir er einn eftirtektarverðasti rithöfundur þjóðarinnar, en hún hefur um árabil sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur, auk leikverka fyrir útvarp og sjónvarp.
-
Ritið 3:2011. Þema: Evrópa
Þriðja hefti Ritsins 2011 var nýverið gefið út með greinum um Evrópa í forgrunni. Evrópugreinarnar fjalla um sögu sjálfsmyndar Evrópubúa, um stöðu þjóðríkisins innan Evrópusambandsins, málstefnu sambandsins og menningarlega þjóðardýrlinga Evrópu.