About the Author
Hugrás

Hugrás

Hugrás fer í sumarfrí

Hugrás verður í sumarfrí í júlímánuði en fer aftur af stað í byrjun ágúst. Við óskum lesendum okkar góðra sumardaga.

Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki

Haustið 2011 mun Hugvísindasvið HÍ standa fyrir þverfaglegri málstofu undir yfirskriftinni Chomsky: Mál, sál og samfélag. Einn af kennurum málstofunnar, Sigríður Sigurjónsdóttir, fjallar hér um áhrif kenninga Chomskys á rannsóknir á máltöku barna.

Höskuldur Þráinsson um Noam Chomsky

Viðtal við Höskuld Þráinsson prófessor í tilefni af væntanlegri komu bandaríska fræðimannsins Noam Chomsky til Íslands. Höskuldur segir frá tildrögum þess að Chomsky heimsækir landið og fjallar einnig aðeins um fræðimanninn og málfræðikenningar hans.

Þýðingar á örsögum eftir Lindu Vilhjálmsdóttur

Linda Vilhjálmsdóttir hlaut strax verðskuldaða athygli þegar fyrsta ljóðabók hennar Bláþráður kom út 1991, enda grípa ljóð hennar lesandann með einlægni sinni og tilgerðarleysi og gera hann berskjaldaðan gagnvart tilfinningalegri nánd ljóðanna. Hér eru birtar ásamt frumtextanum þýðingar Hólmfríðar Garðarsdóttur og Sigurðar A. Magnússonar á tveim örsögum Lindu á spænsku og ensku.

Var Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja?

Sjálfstæði Íslendinga var óhugsandi á tímum Jóns Sigurðssonar og hann gerði sér fulla grein fyrir því. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stuttu viðtali Hugrásar við Guðmund Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, um Jón og sjálfstæðisbaráttuna.

Vandræðagemlingurinn Lars von Trier

Björn Ægir Norðfjörð fjallar um nýjasta útspil danska leikstjórans Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn játaði í gær að vera nasisti! Stjórnendur í Cannes brugðust við þessu með að skipa von Trier að yfirgefa samkvæmið.

Anna Boleyn – kona sem hafði áhrif

Í dag eru 475 ár síðan Anna Boleyn, önnur eiginkona Hinriks VIII Englandskonungs, var tekin af lífi. Ingibjörg Ágústsdóttir segir frá því hvernig Anna hefur enn áhrif á fjölda fólks og veitir því innblástur, hvort sem það er sem feminísk táknmynd eða píslarvottur.

Reykjavíkur Rætur

Harpan, aðgerðahópur róttækra kynvillinga, millimánaðasund og samkvæmisdansar eru meðal umfjöllunarefnis menningarþátta sem nemendur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands hafa unnið. Þættirnir nefnast Reykjavíkur Rætur.

Vöknun / Awakening

Sigrún Sigurðardóttir fjallar um verk Katrínar Elvarsdóttur og Péturs Thomsen á sýningunni Vöknun. Hún segir verkin tala beint inn í umræðu samtímans um mörk veruleika og þess sem stendur utan hans, um tilbúin heim og raunverulegan, um einstaklinginn, manninn og menninguna andspænis náttúrunni.

,,Tussan“

Emma Björg Eyjólfsdóttir fjallar um átakið ,,Öðlinginn“ og gagnrýnir yfirskrift þess og framsetningu. Hún segir að eðlilegra hefði verið að nefna það „Tussan“, auk þess sem andlitsmynd af karlmanni með borða sem á stæði ,,Tussan“ hefði afhjúpað hvernig talað er um konur sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna.

The Wire

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir fjallar um hina gífurlega vinsælu sjónvarpsþætti The Wire. Þáttaraðirnar hafa verið rómaðir fyrir gefa raunsanna mynd af veruleika margra bandarískra borga og unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal BAFTA og Emmy.