Ímyndaðir kettlingar fást gefins

Ég sver það. Ég ætlaði að skrifa um söngvakeppnina. En kötturinn át sjónvarpið og ég endaði kvöldið á myndbandarápi um öngstræti Youtube

Hvar er Snorri?

Átta daga í mánuði vinn ég á kaffihúsi sem er dulbúið sem bókabúð. Fólk streymir inn af götunni, ýmist í því skyni að svala þorsta sínum eða ausa úr skálum sínum

Páfinn sem sagði af sér

Væntingar þeirra sem tilheyra rómversk-kaþólsku kirkjunni við kjör Josephs Ratzingers til páfa 2005 hafa óhjákvæmilega verið æði mismunandi

Af gæfu og gervileika

„Guðrún Erna Högnadóttir, þér eigið ekkert erindi hér. Þér ættuð að fara yfir í máladeildina. Þér getið svo alltaf farið í flugfreyjuna,“ sagði stærðfræðikennarinn

Að skilja matinn frá moðinu

Ég veit ekki hvort ég myndi demba mér í gáma bæjarins og fiska upp fiska gærdagsins. Ég myndi jafnvel ekki telja það upp á marga fiska

Slagurinn um Suhrkamp

Virtasta bókaforlag Þýskalands heitir Suhrkamp. Punktur. Fjölmörg forlög í Þýskalandi eru merk, eiga sér lengri sögu, státa af fleiri en einum Nóbelshöfundi eða selja fleiri bækur. En ekkert þeirra hefur sömu áru og Suhrkamp, forlagið sem Peter Suhrkamp stofnaði eftir stríð að tillögu Hermanns Hesse. Skömmu síðar kom Siegfried Unseld til forlagsins og hann tók við því undir lok sjötta áratugarins og stýrði því til dauðadags 2002. Suhrkamp forlagið er menningarstofnun í sjálfu sér, ekki aðeins eins og öll forlög eru menningarstofnanir, heldur vegna þeirrar víðsýni og menningarlegu krafna sem forlagið gerir til höfunda sinna, innlendra sem erlendra. Mikilvægur þáttur …

Konur eru líka menn… NOT!

Í fyrra útskrifaðist ég úr kvikmyndaskóla. Tæplega þriðjungur nemenda var kvenkyns og var hlutfall kvenna hæst í leiklistardeildinni, þar var hlutur

Rétt strax

Ég get ekki sagt þér strax hver ég er. Á nefnilega eftir að fara í leikfimi. Að vísu ætlaði ég að hugleiða áður en ég freistaðist til að

Andlitið á Saddam Hussein

Uppáhaldsdrykkur Saddam Hussein var Mateus rósavín. Ég las það í blaði árið 2003, um það leyti sem Bandaríkin gerðu innrás í Írak

Titlatog þýskra ráðherra

Akademískir titlar eru virðuleg nafnbót í Þýskalandi. Handhafar taka þá gjarnan alvarlega og ströng viðurlög liggja við því að

Konur sem fara huldu höfði

Löngum hefur líkami konunnar verið söluvara. Jafnan er hann skammarlega lágt metinn, þrátt fyrir að vera munaðarvara