Category: Umfjöllun
-
Íslensk kvikmyndaklassík – viðtal við Björn Þór Vilhjálmsson
„Íslensk kvikmyndaklassík“ er fyrirlestrarröð á vegum kvikmyndafræði Háskóla Íslands. Kjartan Már Ómarsson ræðir við Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði, um fyrirlestraröðina og hvað felist í orðunum íslensk kvikmyndaklassík.
-
Fullveldi og flóttafólk
Sólveig Anna Bóasdóttir og Hjalti Hugason skrifa: Á næsta ári verður þess minnst — ábyggilega með veglegum hætti — að 100 ár verða liðin frá því að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð. Allan þann tíma höfum við minnst þess með stolti að hafa „sigrað“ okkar fornu herraþjóð, Dani. En fullveldi fylgir ábyrgð.
-
„Þeir náðu mér fyrir löngu…“
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um uppsetningu Borgarleikhússins á leikgerð skáldsögunnar 1984 eftir George Orwell: „Miðflötur leikmyndarinnar verður síðar hið skelfilega herbergi nr. 101 í Ástarráðuneytinu þar sem fólk er svift mennsku sinni og ástin drepin. Það var kaldhæðið og snjallt.“
-
Smán eftir Ayad Akhtar
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um uppfærslu Þjóðleikhússins á Smán eftir leikskáldið Ayad Akhtar. Leikritið sló í gegn í Bandaríkjunum árið 2012 og hlaut Ayad Pulitzer-verðlaunin það sama ár.
-
Hrifmagn þúsund hnatta
Hallvarður Jón Guðmundsson fór í Laugarásbíó að sjá Valerian and the City of a Thousand Planets. Hann gefur engar stjörnur.
-
Skortur á skvísusögum á Íslandi – viðtal við bókaforlagið Angústúru
Angústúra er ungt og upprennandi bókaforlag sem hefur vakið athygli fyrir fallegar bækur sem hafa oftar en ekki lent á metsölulistum bókaútgefenda. Bókaforlagið var stofnað af Maríu Rán Guðjónsdóttur og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur á síðasta ári en þær hafa báðar unnið í bókabransanum um árabil.
-
Verðskuldum við jörðina?
Heiðar Bernharðsson fór í Laugarásbíó að sjá War For the Planet of the Apes. Hann gefur engar stjörnur og segir myndina , eins og fyrri kvikmyndir raðarinnar, byggja á of djúpstæðum spurningum um heiminn og mannkynið til að falla með einföldum hætti að móti hinnar hefðbundnu sumar–stórmyndar frá Hollywood.
-
Ritferlið komst á flug eftir kúrs í Ritlist
Sjónglerjafræðingurinn, listamaðurinn og metsölurithöfundurinn Óskar Guðmundsson varð frægur á nánast einni nóttu þegar glæpasagan hans Hilma kom út árið 2015. Í einlægu viðtali um rithöfundastarfið segir Óskar m.a. frá því hvernig gengur með framhald bókarinnar og hvernig ritferlið komst á flug eftir kúrs í Ritlist.
-
Stuðlað að skáldi
Ævisögulega kvikmyndin Genius (2016, Michael Grandage) byggir á bókinni Max Perkins: Editor of Genius eftir A. Scott Berg og fjallar um ritstjórann Max Perkins sem ritstýrði m. a. þekktustu skáldverkum Thomas Wolfe, F. Scott Fitzgerald og Ernest Hemingway.
-
María Stúart Skotadrottning sívinsæl í sögulegum skáldskap
Síðastliðið vor var haldið áhugavert námskeið fyrir framhaldsnemendur sem Ingibjörg Ágústsdóttir kenndi um Maríu Stúart Skotadrottningu. Ingibjörg segir okkur frá þessu áhugaverða námskeiði, yfirstandandi rannsóknum sem tengjast umfjöllunarefninu, hvernig tónlist og hinir ýmsu miðlar voru notaðir til að kynna Maríu Stúart fyrir nemendum og loks þau víðtæku áhrif sem drottningin hafði á dægurmenningu nútímans.
-
Flétta minninga og skynjunar
Hildur Harðardóttir fór í Bíó Paradís að sjá Knight of Cups. Hún gefur engar stjörnur.
-
Raddir jaðarhópanna
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum, vinnur um þessar mundir að tveimur metnaðarfullum stórverkum. Annað þeirra tengist bókmenntum og læknisfræði þar sem gott samstarf við læknadeildina kemur við sögu sem og rannsóknir á spænsku veikinni og myndgerðar kvalir listakvenna. Í seinni hluta viðtalsins segir Dagný frá nýrri íslenskri barnabókasögu sem hún vinnur að ásamt fleiri…