Category: Umfjöllun
-
Ritið 1/2019: Kynbundið ofbeldi
Öðru sinni beinir Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, sjónum að kynbundnu ofbeldi og sýnir sá fjöldi greina sem þar birtist hversu þörf og víðtæk sú umræða er. Í heftinu eru birtar átta greinar um efnið, þar af sex ritrýndar en þær óritrýndu eru þýðingar á textum tveggja skálda, þeirra Auðar Övu Ólafsdóttur og Nailu Zahan Ana.
-
Kaflar úr ævi listamanns, eða, óhæfuverkasýningin
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um The House That Jack Built eftir danska kvikmyndagerðarmanninn Lars von Trier.
-
Heimili fátæks fólks á fyrri tíð
Út er komin bókin Híbýli fátæktar: Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og fram á 20. öld, eftir þau Finn Jónasson, Sólveigu Ólafsdóttur og Sigurð Gylfa Magnússon. Hugvarp ræddi við tvo af höfundunum.
-
Um porthéra og húspláss
Fyrir skömmu birtist í hinu virta breska tímariti Women´s History Review greinin „Transculturation, contact zones and gender on the periphery. An example from Iceland 1890–1920“ eftir Írisi Ellenberger. Í greininni birtist hluti niðurstaðna Írisar úr nýdoktorsverkefni hennar Mót innlendrar og erlendrar menningar í Reykjavík 1890–1920 sem hún vann með styrk frá Nýliðunarsjóði Háskóla Íslands.
-
Kveðjupartí aldarinnar
Silja Björk Björnsdóttir fór í Sambíóin að sjá Avengers: Endgame. Hún gaf engar stjörnur.
-
Táknfræði hrollvekjunnar
Silja Björk Björnsdóttir fór í Smárabíó og sá bandarísku kvikmyndina Us. Hún gaf engar stjörnur.
-
Samband Grænlendinga og Íslendinga
Hugvarp ræddi við þau Ann-Sofie Nielsen Gremaud og Sumarliða R. Ísleifsson um samband Grænlands og Íslands.
-
Krydduð með litum
Karítas Hrundar Pálsdóttir fjallar um sýningu Borgarleikhússins á Loddaranum eftir franska leikskáldið Molière.
-
Kæra Jelena
Rebekka Þráinsdóttir fjallar um leikverkið Kæra Jelena, höfund þess og viðtökur í Sovétríkjunum þegar það var fyrst sett upp í byrjun níunda áratugs 20. aldar.
-
Það var ókvenlegt að yrkja: Hugleiðingar í kjölfar viðtals við kvæðakonuna Ásu Ketilsdóttur
Hugrás birtir hér hugleiðingar Dalrúnar J. Eygerðardóttur í kjölfar viðtals við kvæðakonuna Ásu Ketilsdóttur.