Category: Fréttir
-
Vörður í menningarfræði samtímans
Hafin er útgáfa nýrrar ritraðar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem nefnist Vörður í menningarfræði samtímans. Fyrstu bækurnar í ritröðinni eru tvær, annars vegar Rekferðir eftir Guðna Elísson og hins vegar Viðbrögð úr Víðsjá eftir Gauta Kristmannsson.
-
Yfirlýsing á Degi íslenskrar tungu
Íslenskukennarar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands taka undir vel rökstudda gagnrýni íslenskukennara á Menntavísindasviði og lýsa yfir áhyggjum af þróun íslenskumenntunar kennaraefna og íslenskukennslu í skólakerfinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.
-
Viðburðaríkir dagar hjá Stofnun Vigdísar
Í dag hófst tveggja daga alþjóðlegt málþing Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og undirbúningur tungumálamiðstöðvar stofnunarinnar er á lokaspretti. Af þessu tilefni birtir Hugrás viðtal við forsvarsmenn stofnunarinnar.
-
Sveinn Skorri Höskuldsson
Snorrastofa og Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands stóð fyrir dagskrá til minningar um prófessor Svein Skorra Höskuldsson síðastliðinn laugardag, 1. október. Við birtum í tilefni þess minningarorð eftir Matthías Viðar Sæmundsson sem birtust í Ritinu 3/2002.
-
Var Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja?
Sjálfstæði Íslendinga var óhugsandi á tímum Jóns Sigurðssonar og hann gerði sér fulla grein fyrir því. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stuttu viðtali Hugrásar við Guðmund Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, um Jón og sjálfstæðisbaráttuna.
-
Reykjavíkur Rætur
Harpan, aðgerðahópur róttækra kynvillinga, millimánaðasund og samkvæmisdansar eru meðal umfjöllunarefnis menningarþátta sem nemendur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands hafa unnið. Þættirnir nefnast Reykjavíkur Rætur.
-
Hugvísindaþing – 170 fyrirlestrar
Hugvísindaþing hefst föstudaginn 25. mars og stendur fram á laugardag. Fluttir verða um 170 fyrirlestrar í yfir 30 málstofum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
-
Niðurstöður í textasamkeppni
Á laugardaginn voru úrslit birt í textasamkeppni Hugvísindasviðs en hún var haldin í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Öllum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Háskólans var boðið að taka þátt í keppninni. Hátt í tvö hundruð textar bárust í keppnina og valdi dómnefnd 25 texta af ýmsu tagi til sýningarinnar í Kringlunni.
-
Örnámskeið laugardaginn 5. mars
Í tilefni af 100 ára afmæli HÍ býður Hugvísindasvið almenningi, án endurgjalds, upp á nokkur örnámskeið á ýmsum sviðum hugvísinda. Námskeiðin standa yfir í þrjár klukkustundir, ýmist frá 9-12 eða 13-16, og eru öllum opin eftir því sem húsrúm leyfir. Ekki er farið fram á neina undirstöðukunnáttu heldur geta þátttakendur valið sér námskeið eftir áhugasviði.
-
Taktfastur Hugvísindamars framundan
[container] Á afmælisári Háskóla Íslands er mars tileinkaður hugvísindum en þann mánuð verður afar fjölbreytt dagskrá sem ætti að höfða til sem flestra. Nemendur hefja leikinn á veitingastaðnum Faktorý þann 2. mars með skemmti- og fræðsludagskrá en alla miðvikudaga í mars verður dagskrá í umsjón nemenda í öllum deildum sviðsins. Næst í röðinni eru örnámskeið ætluð almenningi laugardaginn…
-
Jónas E. Svafár: Ljóð og myndir
Ritið er safn ljóða og mynda Jónasar E. Svafárs en hann sendi frá sér fimm bækur auk þess að vinna eitt handunnið bókverk og birta ljóð og myndir í tímaritum.