Textasamkeppni í tilefni af aldarafmæli HÍ

Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands efnir Hugvísindasvið til textasamkeppni. Öllum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans er boðið að taka þátt. Valdir verða 25 textar úr innsendu efni og þeir hafðir til sýnis í Kringlunni frá 11. til 19. mars.

Rannsóknadagatal hugvísinda

Í rannsóknadagatali Hugvísindastofnunar er yfirlit yfir sjóði sem styrkja rannsóknir, rannsóknanám og annað því tengt á sviði hugvísinda

Umbreytingar Miðveldisins

Á vormisseri 2011 sýnir Konfúsíusarstofnunin Norðurljós röð heimildamynda sem einblína á birtingarmyndir og merkingu hinna miklu breytinga og áskorana í Kína fyrir almenning en leikstjórarnir eru allir kínverskir og í yngri kantinum. Heimildamyndaröðin nefnist China Screen og er dreift í Evrópu af franska fyrirtækinu Solferino Images. Geir Sigurðsson, dósent í kínversku, gerir grein fyrir dagskránni.