
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttir og Páll Skúlason, fyrrverandi rektor.
Það eru viðburðaríkir dagar hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum um þessar mundir, en nú eru tíu ár liðin frá stofnun hennar. Í dag hófst tveggja daga málþing stofnunarinnar um norrænar tungumála- og menningarrannsóknir í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands, undirbúningur fyrir byggingu tungumálamiðstöðvar stofnunarinnar er á lokaspretti og í París fer nú fram ársfundur UNESCO sem tekur til afgreiðslu umsókn íslenskra stjórnvalda um sérstaka viðurkenningu á tungumálamiðstöðinni. Af þessu tilefni birtir Hugrás viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Auði Hauksdóttur, forstöðumann stofnunarinnar.