Category: Fréttir
-
Haraldur hlaut verðlaun Dags Strömbäcks
Haraldur Bernharðsson, dósent í miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur hlotið verðlaun Dags Strömbäcks fyrir framúrskarandi rannsóknir á íslenskri og gotneskri málsögu og norrænum miðaldahandritum. Konunglega Gústavs Adolfs akademían í Uppsölum í Svíþjóð veitir verðlaunin og tók Haraldur við þeim við hátíðlega athöfn í Uppsölum þann 6. nóvember. Haraldur Bernharðsson (f. 1968) lauk…
-
Rithöfhundur – voff, voff
Rithöfundarferill Hallgríms Helgasonar og rithöfhundurinn sem í honum býr voru til umfjöllunar í erindi sem Hallgrímur flutti á Skáldatali ritlistar við Háskóla Íslands í liðinni viku. Hallgrímur vildi lengi vel ekkert með rithöfhundinn hafa að hans sögn. Hann vildi ekki verða sagnaskáld á Íslandi þar sem þögnin ríkti þegar hann var ungur maður: ,,Ljóðskáldin ortu…
-
Bylting í klaustrasögu
Í ágúst síðastliðinn var hátíð á Fljótsdal í tilefni af að lokið var fornleifarannsókn á klausturstaðnum á Skriðu
-
Dagur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
Dagur Hjartarson, meistaranemi í íslenskum bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við athöfn í Höfða í gær. Samdægurs gaf bókaforlagið Bjartur út fyrstu bók Dags, ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð. Dagur Hjartarson er fæddur á Fáskrúðsfirði árið 1986, en hefur búið alla tíð í Reykjavík. Fyrir tæpum mánuði…
-
Fréttaskot úr fortíð
Eggert Þór Bernharðsson prófessor og Ármann H. Gunnarsson, nemandi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands, hafa unnið kvikar smámyndir þar sem gerð er tilraun með söguform með því að klæða atvik úr fortíðinni í búning nútíma sjónvarpsfrétta. Sagnfræðingur bregður sér í hlutverk fréttamanns sem hverfur á vit fortíðar, fjallar um tiltekin mál og ræðir við…
-
Ritið: 2/2012 um kirkju í krísu
Annað hefti Ritsins 2012 er komið út. Þema Ritsins að þessu sinni er kirkja í krísu og rita þau Hjalti Hugason, Sigurjón Árni Eyjólfsson, Sólveig Anna Bóasdóttir og Pétur Pétursson þemagreinar. Hjalti Hugason fjallar um á hvern hátt evangelísk-lútherska þjóðkirkjan á Íslandi brást við nútímanum um aldamótin 1900 og fram yfir miðja 20. öld. Á…
-
Örlagaborgin
Óhætt er að segja að ein mikilvægasta bók undanfarinna ára sé komin út. Ég hef ekki rekist á neina íslenska bók almenns efnis sem skiptir jafn miklu máli fyrir hugsun okkar daga frá því að Rannsóknaskýrsla Alþingis og þar áður Draumaland Andra Snæs birtust. Þetta eru verk sem hvert á sinn hátt gegnumlýsa umræðu, gerðir…
-
Nýtt skáldverk eftir Rúnar Helga Vignisson
Uppheimar hafa gefið út bókina Ást í meinum eftir Rúnar Helga Vignisson, lektor í ritlist við Háskóla Íslands. Rúnar Helgi hefur gengið til liðs við bókaforlagið Uppheima og sendir hann nú frá sér áttunda skáldverk sitt, Ást í meinum. Bókin geymir fimmtán nýjar smásögur sem tengjast allar efnislega – raða sér í svokallaðan sagnasveig – en þær…
-
Wikisaga: Lýsandi heimildaskrá Egils sögu Skallagrímssonar
Wikisaga, lýsandi heimildaskrá Egils sögu Skallagrímssonar, er nú formlega opin almenningi. Um er að ræða gagnagrunn á veraldarvefnum á íslensku og ensku sem gerir fólki ekki aðeins kleift að nálgast lista yfir helstu rit og ritgerðir fræðimanna um Eglu heldur eru athuganir þeirra settar í beint samhengi við texta sögunnar.
-
Art in Translation – ráðstefna um ritlist
Alþjóðlega ráðstefnan Art in Translation verður haldin í Reykjavík 24. – 26. maí. Þar verður stefnt saman listamönnum og fræðimönnum og skoðaðir ýmsir fletir á ritlist, bæði í fræðilegum erindum og listrænum gjörningum. Um 50 lista- og fræðimenn hvaðanæva úr heiminum hafa boðað komu sína.
-
Bókmenntir Rómönsku Ameríku
Málþing um bókmenntir frá Rómönsku Ameríku var nýverið haldið við Háskóla Íslands. Þingið bar titilinn: Töfraraunsæið í Rómönsku Ameríku: Klassík eða klisja? Erindin voru hljóðrituð og nú er hægt að hlusta á kafla úr þeim á heimasíðu Rásar 1.
-
Ritið 1:2012. Þema: Menningarsaga
Fyrsta hefti Ritsins 2012 er komið út. Í þemagreinum fjalla Ann-Sofie Nielsen Gremaud um þjóðernispólitk bókasýningarinnar í Frankfurt, Ólafur Rastrik um eyður í íslensku menningarsögunni og Þröstur Helgason um módernismann.