Kristsgervingurinn á fjölum Þjóðleikhússins

Leikstjóri Heimsljóss hefur augljóslega fundið trúarlegan þráð sögunnar og spinnur hann listilega í framvindu verksins að sögn Péturs Péturssonar: ,,Trúin gengur eins og rauður þráður í mörgum skáldverka Laxness enda gekk hann í klaustur til þess að verða skáld.“

Í klóm ritstjóra

Hvernig á samband rithöfundar og ritstjóra að vera? Rúnar Helgi Vignisson fjallar um samstarf rithöfundarins Raymonds Carver og ritstjórans Gordon Lish og tvær sögur Carvers sem vitna um kosti þess og galla að starfa með afgerandi ritstjóra.

Landpóstar tveir

Rúnar Helgi Vignisson fjallar um það hvernig Jón Kalman Stefánsson nýtir sér söguna af Sumarliða pósti Brandssyni í skáldsögunni Harmur englanna. Sumarliði þessi hafði þann starfa að flytja póst í fjörður norður og fórst á leið sinni yfir Snæfjallaheiði 17. desember 1920.

Hef ég verið hér áður?

Bókmennta- og listfræðastofnun hefur gefið út bókina Hef ég verið hér áður? Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur eftir Guðna Elísson og Öldu Björk Valdimarsdóttur. Steinunn Sigurðardóttir er einn eftirtektarverðasti rithöfundur þjóðarinnar, en hún hefur um árabil sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur, auk leikverka fyrir útvarp og sjónvarp.

Að verða dús við þennan helvítis Hemingway

Á þessu ári er hálf öld liðin frá dauða Ernest Hemingway en það eru einnig rétt 60 ár liðin frá því að ein af þekktustu skáldsögum hans, For Whom the Bell Tolls, kom út hjá Helgafelli í þýðingu Stefáns Bjarmans. Jón Karl Helgason fer yfir hvernig þýðingin varð til.

Skáldatal: Pétur Gunnarsson

Pétur Gunnarsson rithöfundur flutti fyrsta fyrirlesturinn í Skáldatali, nýrri fyrirlestraröð á vegum ritlistar við Háskóla Íslands  og Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands. Hér á Hugrás er hægt að horfa og hlýða á fyrirlestur Péturs.

Miðnætursólborgarstjórinn

Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, á að baki fjölbreyttan feril sem skemmtikraftur, leikari og rithöfundur. Jón Karl Helgason, dósent við Íslensku- og menningardeild, hefur dustað rykið af einni af fyrstu bókum nafna síns, skáldsögunni Miðnætursólborginni, en þar dregur Jón Gnarr upp martaðarkennda mynd af borginni sem hann ber nú ábyrgð á sem borgarstjóri.