Endurminningabók Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, hefur nú verið endurútgefin. Þröstur Helgason rifjar upp viðbrögð og deilur sem bókin vakti þegar hún kom út árið 1976. Miklar ritdeilur urðu um efni hennar á sínum tíma, ekki síst lýsingar Tryggva á illri meðferð sem hann varð fyrir í vist í eyfirskri sveit í byrjun síðustu aldar.
About the Author

Stafrænt Ísland
Allir kannast við að hafa einhvern tímann langað til að lesa bók en ekki getað fundið hana á bókasöfnum eða bókabúðum. Árný Lára Karvelsdóttir telur hugmyndina um stafræna endurgerð allra íslenskra bóka góða en greiða þurfi úr ýmsum vandamálum sem eðlilega skapast þegar ný tækni er tekin í notkun.
Af þversögnum
Hildur Gestsdóttir segir að fornleifafræði geti verið einstaklega þversagnakennt fag sem felst í því að það sem er verið að rannsaka er ekki það sem fólk notaði, heldur það sem fólk henti. Þversögnin er þó sjaldan eins mikil og í mannabeinarannsóknum.
Hugvísindaþing – 170 fyrirlestrar
Hugvísindaþing hefst föstudaginn 25. mars og stendur fram á laugardag. Fluttir verða um 170 fyrirlestrar í yfir 30 málstofum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Niðurstöður í textasamkeppni
Á laugardaginn voru úrslit birt í textasamkeppni Hugvísindasviðs en hún var haldin í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Öllum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Háskólans var boðið að taka þátt í keppninni. Hátt í tvö hundruð textar bárust í keppnina og valdi dómnefnd 25 texta af ýmsu tagi til sýningarinnar í Kringlunni.
Fyrstu verðlaun í textasamkeppni
Tilgangurinn með ferð minni var að safna fyrir prófessorinn dæmum um tvítölu, skrá þau niður ítarlega með upplýsingum um viðmælendur, svo sem heimkynni þeirra, aldur og stöðu. Söfnunin yrði að eiga sér stað í dreifbýli, því það var vitað mál að tvítalan lifði þar betur en í borgunum, þar sem hún var um það bil að deyja út. Þar sem ég sat í þröngum lestarklefanum á leið minni til Ljubljana braut ég mjög heilann um það hvernig ég ætti að standa að söfnuninni. Takmarkið væri jú að ná á blað sem flestum setningum sem fælu í sér hina víkjandi tvítölu, …
Önnur verðlaun í textasamkeppni
Kreppufrétt: Gröfuhafi á Álftanesi urðar verðandi skuld. Eiríkur Gauti Kristjánsson, meistaranemi í tungutækni Ljóðið hlaut önnur verðlaun í textasamkepni Hugvísindasviðs árið 2011. [fblike]
Þriðju verðlaun í textasamkeppni
Birtingarmynd Óseyrar í einræðum sögumannsins er í megindráttum hinn ömurlegi, tilgangslausi staður. Hins vegar ef staðurinn er settur í samhengi íbúa þorpsins kemur fram önnur mynd. Það mætti segja að sögumaðurinn dragi upp mynd yfirborðsins en tilveran undir yfirborðinu endurspeglist í íbúum þorpsins og jafnvel stundum í orðum sögumannsins sem þó hefur verið hvað duglegastur í neikvæðni. Þessi tvíbenta afstaða sögumanns og hin tvöfalda birtingarmynd kemur meðal annars fram í einni af mörgum veðurfarslýsingum þar sem sögumaður segir: „Og himinninn var framvegis kakkþykkur einsog ketilbotn, því þetta var svo þýðingarlítill kaupstaður að guði þótti víst ekki taka því að draga …
Er íslensk tónlist heimóttarleg?
Í pistli um stöðu íslenskrar tónlistar spyr Þorbjörg Daphne Hall hvort það sé ekki kominn tími til að fólk takist á við tónlistina og leyfi henni að verða raunverulegt afl í samfélaginu? Íslenskri tónlist sé einungis ætlað að skemmta eða veita hvíld frá mikilvægum málefnum.
Fórnarkostnaður námsmanna
Námsmenn tilheyra sama hópi og atvinnulausir og öryrkjar, þegar litið er til kjarastöðu. Eva Hafsteinsdóttir, meistaranemi í menningarfræði telur að skýrslan „Íslensk neysluviðmið“ ætti að nýtast námsmönnum í baráttunni fyrir bættum kjörum.
Eilítið um Charlie Chaplin
Unnendur hins sígilda þögla gamanleiks hafa löngum borið saman þá kappa Charlie Chaplin og Buster Keaton. Björn Ægir Norðfjörð, lektor í kvikmyndafræði, skoðar elstu myndir Chaplins og hugar að muninum á þessum fornu keppinautum.
Einhverjir verða að hjálpa fólki að dreyma
Þröstur Helgason tók viðtal við Thor Vilhjálmsson árið 2008 í tilefni af því að fjörutíu ár voru liðin frá því að fyrsta skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Fljótt fljótt sagði fuglinn, kom út 1968. Thor Vilhjálmsson lést eins og kunnugt er þann 2. mars sl.