Uppskeruhátíð Smásagna heimsins

Í þessum þætti Hugvarps hlýðum við á upptöku frá uppskeruhátíð Smásagna heimsins sem haldin var í Norræna húsinu nýverið. Smásögur heimsins í fimm bindum er eitt viðamesta þýðingaverkefni sem ráðist hefur verið í á vegum íslenskrar bókaútgáfu á þessari öld. Á hátíðinni stigu á stokk fulltrúar ritstjórnar, þýðenda, forlags og gagnrýnenda, auk fjögurra nemenda úr ritlist og bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Viðburðurinn var hluti af dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021.

Um höfundinn
Hugrás

Hugrás

[fblike]

Deila